Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 110
372
MAX HORKHEIMER
SKÍRNIR
frá réttarhöldunum yfir Sókratesi er bersýnilegt að samband
þeirra við raunveruleikann eins og hann er, og sérstaklega við það
mannfélag sem þeir lifa í, er spennu hlaðið. Þessi spenna leiðir oft
til beinna ofsókna. Á öðrum tímum lýsir hún sér í því að menn
skilja ekki málflutning þeirra. Þeir verða að lifa í leynum, hvort
heldur í orðsins fyllstu merkingu eða í andlegum skilningi. Vís-
indamenn hafa líka lent í útistöðum við samfélagið. En hér verð-
um við að snúa því við sem áður var sagt um greinarmun heim-
speki og vísinda: oftast voru ástæður fyrir ofsóknum á hendur
slíkum hugsuðum ekki vísindalegar kenningar, heldur heimspeki-
leg viðhorf þeirra. Hinir óbilgjörnu ofsækjendur Galíleís meðal
jesúíta viðurkenndu að honum hefði verið frjálst að fylgja sól-
miðjukenningu sinni eftir opinberlega, ef hann hefði markað
henni hæfilegan heimspekilegan og guðfræðilegan ramma. Enda
hafði Albertus Magnus fjallað um þessa kenningu í höfuðriti sínu
Summa, án þess að verða fyrir nokkru aðkasti af þeim sökum.
Þegar allt kemur til alls snúast átökin milli vísindamanna og sam-
félags, að minnsta kosti á síðari tímum, ekki um grundvallarhug-
tök, heldur um einstakar kenningar, sem ekki eru í náðinni hjá
valdhöfum í tilteknu landi, þó að þær séu gjarnan umbornar og
þeim jafnvel haldið hátt á loft af ráðamönnum annarra landa á
sama tíma.
Andóf heimspekinnar gegn raunveruleikanum á sér rætur í
innri forsendum hennar sjálfrar. Heimspekin hvikar ekki frá því
að athafnir og markmið manna þurfi ekki að lúta blindri nauð-
syn. Hvorki vísindaleg hugtök né samfélagsgerðin, hvorki ríkj-
andi hugsunarháttur né ráðandi siðir, skulu viðurkennd fyrir sak-
ir vanans eins, né skyldu menn láta stjórnast af þeim á gagnrýnis-
lausan hátt. Broddur heimspekinnar beinist gegn hefðum og upp-
gjöf andspænis mikilvægustu vandamálum tilverunnar. Hún hef-
ur jafnvel tekið að sér það vanþakkláta hlutverk að bregða ljósi
hugsunarinnar á það hátterni og þau tengsl manna sem hafa skot-
ið svo djúpum rótum að þau virðast eðlislæg, óumbreytanleg og
eilíf. Hér mætti reyndar hreyfa þeirri mótbáru, að með uppgötv-
unum sínum og tækninýjungum komi vísindin líka í veg fyrir að
menn festist í fari vanans. Ef við berum okkar tíma saman við líf
manna fyrir þrjátíu, fimmtíu eða hundrað árum, getum við með