Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 227
SKÍRNIR
FREGNIR AF BÓKUM
489
ingu kanadísks þjóðfélags var lögð áhersla á að viðhalda þeim menning-
areinkennum, hefðum og gildum sem innflytjendur báru með sér í nýja
heiminn. I stað þess að stefna að þjóðarbræðingi, eins og Bandaríkja-
menn, vildu Kanadamenn að sérhver þjóð leggði til myndbrot í heildar-
mynd þjóðarinnar, héldi upprunalegum einkennum en lagaði sig jafn-
framt að breyttum högum. Verk yngri höfunda á ensku eins og Lauru
Goodman Salverson, Williams D. Valgardson, Davids Arnason og Krist-
jönu Gunnars hafa átt sinn þátt í að móta nútíma skáldskap Kanada-
manna, jafnframt því að viðhalda vesturíslenskri samkennd. En frásagna-
og ljóðaarfinn sem forfeðurnir færðu samlöndum sínum í Vesturheimi
þekkja flestir nútíma Vesturíslendingar helst af afspurn.
Greinarnar eru að teygja sig frá rótinni í vesturíslenskum ritverkum
og menningu. Það er því ánægjulegt að sjá hversu vel er staðið að því í
Western Icelandic Short Stories að yfirfæra eldri verk yfir á ensku og gera
þau aðgengileg þeim Kanadamönnum sem vilja kynna sér hugarheim og
frásagnaraðferðir íslenskra innflytjenda. Auðsæjasta merki rofinna
tengsla við íslenska tungu meðal Vesturíslendinga er að þær konur sem
vinna að þýðingu vesturíslenskra bókmennta eru ekki afkomendur inn-
flytjenda heldur nýbyggjar í Kanada. Prófessor Kirsten Wolf er Dani en
nam íslensku til B.A.-prófs við Háskóla Islands, lauk doktorsnámi í
London og veitir íslenskudeildinni við Manitobaháskóla forstöðu. Árný
Hjaltadóttir fluttist 19 ára til Kanada og stundar nú framhaldsnám í ís-
lenskum bókmenntum við Manitobaháskóla. Kristjana Gunnars fluttist
16 ára vestur um haf. Hún kennir ritlist við Albertaháskóla og hefur vak-
ið athygli með skrifum sínum, Ijóðum, smásögum og sér í lagi með
skáldsögunni The Prowler (1989).
Það er full ástæða til að fylgjast með þessum valkyrjum í Vestur-
heimi.
Guðrún B. Guðsteinsdóttir
Af líkama og sál. Sex erindi um manninn og mannshugann. Ritstjórar
Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, Reykjavík 1992 (158 bls.).
Hugur mannsins er mikið undur. Hann gerir honum kleift að rifja upp
fortíð og ímynda sér framtíð, að smíða sér mynd af heiminum og sjálfum
sér í honum. Hann byggir honum hinar fegurstu draumsýnir og verstu
tálsýnir. Það er ekkert undrunarefni að maðurinn hafi í gegnum tíðina
hneigst til að skipa huganum ofar öðru í eigin fari og talið að hugurinn
gæti ekki verið fullkomlega af þessum heimi en hlyti að tilheyra öðrum
heimi og merkilegri, handan efnisins, heimi sem aðeins hugurinn hefði
aðgang að. Hann væri í eðli sínu hafinn yfir efnið og því hrykkju efnis-
legar skýringar á honum skammt.