Skírnir - 01.04.1996, Page 226
220
GARÐAR BALDVIN SSON
SKÍRNIR
faldlega eitthvað sem rennur sjálfkrafa áfram útfrá þeirri tvenndarhyggju
sem stýrir allri starfsemi tölvunnar. Slíkur lestur væri um leið dómur um
þá menningu sem setningin tilheyrir, og eins konar stuðningsyfirlýsing
við þessa tvenndarhugsun. Ennfremur er þá að vissu leyti sem trúin á
sifjar máls og heims sé efld, og jafnvel, einsog hjá Gyrði, tekið undir þá
hugmynd að skáldskapur eigi að fela það að hann sé skáldskapur. Með
óvæntri skiptingu milli lína leyfir Sigfús sér hins vegar, líktog Gyrðir, að
losa um þá samfellu sem samkvæmt hefð er forsenda þess að samræða
geti farið fram, en reynir að brjótast út úr þeirri hefð sem lítur á málið
sem einfalt boðskiptakerfi. í þeim lestri birtist svo aftur sterk gagnrýni á
tvenndarhugsunina sem fer einmitt alltaf með annaðhvort rétt eða rangt
mál.
I báðum ljóðum er maðurinn gerður að þræli tækninnar, eða öllu
heldur afurð hennar og verkfæri, en lokaáfangi leiksins að meðvitundar-
leysi og jafnvel dauða. Sigfús tengir slíkan dauða af völdum tækninnar
við kristni og þarmeð við Guð þegar hann bregður upp „ljósþyrni-
kórónu" á „bensínstöðinni“ (s. 51). Þessi tæknivæðing frelsarans er mjög
tvíeggjuð, því með henni hafnar ljóðið Guði sem uppsprettu merkingar
og gerir hann e.t.v. að afurð tækninnar, eða merkingarframleiðslunnar. Á
þennan hátt er skáldskapurinn Sigfúsi aðferð til að ræða heimspekilega
um hlutina, en reyna um leið að brjótast út fyrir þann ramma sem Gyrð-
ir notfærir sér með myndasýningu. Við fyrstu sýn virðist konkret mynd
Gyrðis opna allar túlkunarleiðir, en ræða Sigfúsar þrengja þær og jafnvel
loka. Hér má þó ekki gleyma hvernig ramminn þrengir að textanum hjá
Gyrði né sleppa þeim leik sem línuskiptin setja af stað hjá Sigfúsi. Þannig
ná þeir svipuðum áhrifum eftir gagnólíkum leiðum sem einfalda má svo:
Gyrðir sýnir og Sigfús segir.
I bók Gyrðis, bakvið maríuglerið, er einnig að finna annars konar
vísun í þá hugmynd að lífið sé bundið í forskrifuð kerfi, en nú er það
„veruleikritið" einsog hann kallar það (í samnefndu ljóði) en ekki tölvu-
leikur. Lífið sem leikrit og heimurinn sem svið eru algengar mynd-
hverfingar í sögu evrópskrar heimspeki og eru a.m.k. jafn gamlar Platoni
sem notar þær m.a. í Lögunum (I. 644). I hefð kristninnar fá þær mjög
mikið vægi og ber þá sífellt meira á því að Guð sé gerður bæði að höf-
undi og áhorfanda, en fólk að leikurum eða leikbrúðum hans. I þessum
myndhverfingum birtist mjög sterk túlkun á stöðu mannsins í „sköpun-
arverkinu", ekki síst á valdaleysi hans, jafnt sem á venslum manns og
samfélags (Curtius, s. 144). Guð er ekki aðeins uppspretta merkingar
heldur hefur hann líka sáð tilgangi og æðri, endanlegri merkingu í líf
mannsins (en með þessu skapast sifjar milli merkingar eða tungumálsins
og Guðs).
Ljóð Gyrðis setur fram skýra mynd þeirra sifja sem í vestrænni bók-
menntahefð er talin stýra venslum höfundar við texta og persónur (og