Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 19
SKÍRNIR
ESTETÍKUS
255
Estetikus: Heyr, heyr, þér mælist vel að vanda. En segðu mér
nú, hvort er staðhæfing þín „aðeins rökhæfingar og raunhæfingar
geta verið sannar“ rökhæfing eða raunhæfing?
Empiríkus: Mér virðist hún vera rökhæfing.
Estetíkus: Skarpur strákur! Segðu mér nú, meistari, lendi ég í
mótsögn við sjálfan mig ef ég segi: „Það er ekki satt að rökhæfing-
ar og raunhæfingar einar geti verið sannar."
Empiríkus: Nei, þetta er öldungis rökrétt staðhæfing þótt hún
sé röng.
Estetíkus: En varst þú ekki að segja rétt í þessu að þín staðhæf-
ing væri rökhæfing? Hún getur varla verið það ef hægt er að hafna
henni án mótsagnar.
Empiríkus: Gott og vel, ég fellst á að hún sé ekki rökhæfing. Þá
hlýtur hún að vera raunhæfing, hún er alla vega örugglega sönn.
Estetíkus: Bíddu nú við, lagsmaður, hér er hængur á. Þú hefur
þegar játað að við getum ekki skorið úr um sannleiksgildi raun-
hæfinga með öruggri vissu. Það þýðir að þú getur ekki verið alveg
viss um að raunhæfingar og rökhæfingar einar hafi sanngildi.
Empiríkus: Ekki alveg viss, heldur nokkurn veginn viss.
Estetíkus: Meinið er bara að ef þú segir staðhæfingu þína raun-
hæfingu þá hefurðu gefið þér það sem þú ætlaðir að sanna, nefni-
lega að raunhæfingar hafi sanngildi. Þess utan stríðir það gegn
heilbrigðri skynsemi að telja slíka staðhæfingu raunhæfingu.
Hvernig í dauðanum eigum við að beita reynslurökum til að prófa
staðhæfinguna „aðeins raun- og rökhæfingar geta haft sanngildi"?
Því er nærtækast að ætla að staðhæfingin sjálf sé hvorki raun- né
rökhæfing og þá hefur hún annað tveggja ekkert sanngildi, og er
því marklaus, eða þá hún er sjálfskæð. Það þýðir að hún eyðilegg-
ur sjálfa sig, rétt eins og staðhæfingin „þessi staðhæfing er ekki
sönn“.10 Við getum því alls ekki útilokað að til séu fleiri gerðir
staðhæfinga með sanngildi og því er ekki hægt að útiloka að stað-
hæfingar um gæði listaverka séu þeirrar náttúru.
Empiríkus: „Getum ekki útilokað", það er lóðið! En við getum
heldur ekki sannað að svo sé. Þú verður að efla mál þitt betri rök-
um en þetta, karl minn.
Estetíkus: Þeirri áskorun tek ég með ánægju, ljúfurinn. Segjum