Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 133
SKÍRNIR UM RtJNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 369
7. mynd. Rúnakefli fundið í Lödöse í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Frá 12. öld.
Lengd: 8,4 sm. Teikning eftir Elisabeth Svárdström.
Gautlandi í Svíþjóð.62 Á henni standa nefnilega þrjár rúnir - þ n o
- ristar í þrígang. Er tákngildi þessara rúna greinilega notað hér í
trúarlegum ásetningi eða sem e.k. galdur.63
Meðal hinna fjölmörgu samsvarana sem nefna mætti á milli
frásagna um rúnir í norrænum bókmenntum og áletrana frá
Norðurlöndum, þá verðskuldar særingarþulan sem Busla kerling
flytur í Bósa sögu64 sérstaka athygli. I henni er röð af stöfum í
orðum sem enda á -istil - t.d. þistill, mistill og kistill - og eru þau
skrifuð með rúnum í handritum sögunnar. Þessi sömu orð hafa
fundist áletruð með sama hætti á nokkrum stöðum um öll
Norðurlönd, og eru frá öndverðri 9. öld og allt til 13. aldar.65
62 Sjá athuganir Elisabeth Svárdström í „Runfynd 1974“, í Fornvdnnen, LXX,
1975, bls. 172-73.
63 Fyrsta rúnin þ stendur fyrir þurs eins og áður var nefnt, önnur n fyrir nauð, og
sú þriðja o fyrir áss. Hér má einnig benda á verndargrip og eirþynnu sem fund-
ust í Sigtuna í Upplöndum í Svíþjóð, og eru talin vera frá 11. öld; Arthur Nor-
dén, „Bidrag till svensk runforskning“, í Antikvariska studier, Stokkhólmi
(Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitets Akademiens Handlingar, LV),
1943, bls. 143-232 með 18 myndum (hér bls. 171-72 og 154-70); - E. Svárd-
ström, sama grein, bls. 173.
64 Die Bósa-Saga in zwei Fassungen nebst Proben aus den Bósa-Rímur, Otto
Luitpold Jiriczek gaf út, Strasbourg, 1893, bls. 19; sjá einnig útgáfu Andreas
Heusler og Wilhelm Ranisch, Buslubœn, í Eddica minora, Dortmund, 1903,
bls. 126-28.
65 Sjá: áletranir á Gorlev-steininum á Sjálandi; Ledberg-steininum (Austur-
Gautlandi, Svíþjóð, 8. mynd); stafkirkjunum í Borgund og Lomen (Noregi),
eitt af rúnakeflunum frá Björgvin (Noregi) og eins á nýlegum fundi frá Tons-
berg í Noregi (um þann fund sjá grein Kevin Gosling, „The Runic Material
from Tonsberg", í Universitetets Oldsaksamling. Árbok 1986-1988, Ósló,
1989, bls. 175-87, hér bls. 181 sq.).