Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 101
SKÍRNIR
NÚ ER HÉR KOMINN EGILL ...
337
inn, annað inngangan til Jórvíkur. Ef Egill hefði reynt að komast
undan hefði hann verið að játa á sig geðþóttaárásir og villi-
mennsku í fyrri viðskiptum sínum við konung, algeran yfirdreps-
skap og jafnvel vantrú á eigin athafnir og hæfileika yfirleitt. Trú á
áhrinsorð, rúnaristur, galdraformála og notkun t.d. hrosshausa við
slíkt var almenn, og með flótta hefði Egill sagt sig sjálfan úr því
trúarsamfélagi fyrirvaralaust og sneypulega. Hann væri þá að
dæma sjálfan sig vanhæfan og léttvægan vegna þess að annaðhvort
hafi hann sjálfur aldrei trúað á athafnir og orð sín, aldrei trúað á
rétt sinn og helgun athafna sinna, eða hann væri öðrum kosti að
lýsa yfir þessu: Allur máttur minn er þrotinn, ég má mín einskis
lengur. Það kæmi þá í svipaðan stað niður sem afleiðing goða-
gremi.
Rétt er að ítreka að Eiríkur var einnig algerlega bundinn á
fundi þeirra, háður lögmálum gestrisni og griða. Og það vissi Egill
líka. Sem oftar talar Arinbjörn máli vinar síns, eins og Aron hafði
orð fyrir bróður sínum í Gamla testamentinu. Arinbjörn segir ein-
mitt í 60. kafla sögunnar: „Er yður það vegur mikill, herra, er
óvinir yðrir fara sjálfviljandi af öðrum löndum ... Láttu þér nú
verða höfðinglega við þenna mann.“55 Orðum drottningar svarar
Arinbjörn þannig m.a.: „Eigi mun konungur láta að eggjast um öll
níðingsverk þín. Eigi mun hann láta Egil drepa í nótt því að nátt-
víg eru morðvíg.“56 Síðar segir Arinbjörn í umræðunum, í 61.
kafla: „Nú er hér kominn Egill. Hefir hann ekki leitað til brott-
hlaups í nótt. Nú viljum vér vita, herra, hver hans hluti skal vera.
... Ef þú konungur og þið Gunnhildur hafið það einráðið að Egill
skal hér enga sætt fá, þá er það drengskapur að gefa honum frest
og fararleyfi um viku sakir að hann forði sér, þó hefir hann að
sjálfvilja sínum farið hingað á fund yðvarn og vænti sér af því frið-
ar.“57
Með öll þessi sjónarmið í huga kemur í ljós að Egill hlaut bein-
línis að leita fundar Eiríks þegar komið var á enska strönd, og m.a.
55 Egilssaga 1987: 456.
56 Sama: 457.
57 Sama: 458. Um beina ræðu í sögum sjá Badel 1984: 190.