Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 137
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 373
gerir í upphafi:67 „ég risti guðlegar rúnir", og á steininum frá
Sparlösa (10. mynd) er setningarhluti68 sem lesa mætti sem
„guðlegar rúnir“. Með tveggja alda bili hafa þessir tveir
sænsku rúnasmiðir notað sama orð og skáld Hávamála til að lýsa
rúnunum,69 þ.e. með samsetta orðinu reginkunnr. Upphafleg
merking þess hlýtur að hafa verið „af guðlegum uppruna“, en
orðið hefur síðan farið að merkja „að vera guðlegrar náttúru“,
eins og franski fræðimaðurinn Maurice Cahen leiddi getum að á
smum tima. u
Það er fróðlegt að skoða í þessu ljósi þá tvíræðu merkingu rún-
anna sem mismunandi notkun og ólíkar aðstæður marka: Rúnalet-
ur þjónaði oftast þeim tilgangi (eftir tiltækum heimildum að
dæma) að skrá hvers konar skilaboð, hvort heldur veraldlegs eða
andlegs eðlis, rétt eins og aðrar tegundir leturs; en þær voru einnig
taldar búa yfir duldu afli sem var m.a. fólgið í nöfnum rúnastaf-
anna og þess táknræna gildis sem þeim var gefið.71
Það er augljóslega goðsögnin um að þær hafi verið skapaðar af
guðunum sem gaf rúnunum yfirnáttúrlegan kraft, og hafa norræn
skáld með réttu lýst þeim svo: „mjpk stórir stafir, mjpk stinnir
stafir.“72 Þetta skýrir jafnframt tortryggni yngri skálda í garð rúna
67 Vástergötlands runinskrifter, E. Svardström gaf út, III. bindi, Stokkhólmi,
Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitets Akademien (Sveriges runinskrifter,
V), 1958, bls. 92 sq. (= Vg 63): runofahiraginakudo - bókstafleg þýðing á þess-
ari setningu gæti verið: „Ég mála guðlegar rúnir [eða: rúnir sem eru komnar frá
guðum]“, en eins og við höfum séð að ofan, þá hlýtur sögnin sem hér er notuð
f'faihian „lita" eða ,,mála“) að hafa hlotið merkinguna að „rista“ rúnir fremur
snemma.
68 Ibid., bls. 195 sq. (= Vg 119): runaRþARrAki...ukutu.
69 Hávamál, 80. vísa, 2.-3. lína (sama útg., bls. 29): „er þú at rúnom spyrr, inom
reginkunnom".
70 Sjá grein hans: „L’adjectif „divin“ en germanique", í Mélanges offerts á
M. Charles Andler par ses amis et ses él'eves, Strasbourg (Publications de la
faculté des lettres de l’université de Strasbourg, XXI), 1924, bls. 79-107 (hér
bls. 82-84).
71 Sjá supra bls. 366-68, um 36. vísu í Skírnismálum, borið saman við áletranirnar
frá Gummarp og Lödöse; um þetta flókna viðfangsefni skal að öðru leyti vísað
til verks höfundar sem er í undirbúningi, Les runes dans la littérature norroise.
72 Hávamál, 142. vísa, 3.-4. lína (sama útg., bls. 41).