Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 90
326
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
Það hlýtur að vera áleitin tilgáta að hlutverk bernskusagnanna
af Agli, svo vanstillt og ófagurt sem framferði hans virðist þar á
stundum, sé einmitt og beinlínis að sýna upphaf í þróun og
þroskabraut söguhetjunnar. Þá er sérstakt tilefni til að stilla saman
bernskulýsingunum og lýsingu lokakaflanna á þessu aldurhnigna
stórmenni. Niðurstaða þess samanburðar er þá hluti af þeirri sið-
fræði sem verkið lýsir. Önnur ástæða virðist vandfundin fyrir því
að verja dýru skinni í slíkar lýsingar, og einkum þegar höfð eru í
huga ætluð tengsl verksins við afkomendur Egils og minningu
hans. Þetta mat á hlutverki og inntaki bernskusagna Eglu and-
spænis sögulokum afhjúpar þróun og þroska á ævi Egils. Þannig
verður Egilssaga þá að einhverjum hluta nokkurs konar þroska-
saga með siðrænu innihaldi, líkt og fræðimenn hafa talið um sum-
ar aðrar Islendingasögur. Ef þessi tilgáta er rétt stuðla bernskusög-
urnar einmitt að „jákvæðri" niðurstöðu verksins.
II.
En hafa þá orðið umskipti í þroska Egils? Eru einhver skýr skil í
sögunni, einhver umhverfing allra viðhorfa í frásögninni? Er það
ef til vill ætlun höfundarins að snúa alveg blaðinu við og kasta
undir lokin nýju og óvæntu ljósi á alla söguna? Ef svo væri, er það
bragð snilldarvel framið. En Egilssaga er þó ekki svo einföld í
snilldarsniðum. Sé litið framar í verkið má sjá ýmislegt sem bend-
ir í þessa sömu átt. I Egilssögu eru ýmis dæmi og atvik sem sýna
eiginleika í skaphöfn Egils. Hjálpsemi hans birtist í 65. kafla, í við-
skiptum hans við Ljót bleika, í 76. kafla, í svaðilförum á Eiða-
skógi, og einnig í 73. kafla, strax eftir að Egill hefur veitt Ármóði
eftirminnilega ráðningu.19 Egill notar rúnaþekkingu sína til bóta
og hjálpar. Drengskap Egils má sjá t.d. í 46. kafla, frá Kúrlandi,
þótt grófgerður sé, og í 55. kafla, er segir frá bótum Aðalsteins
konungs eftir Þórólf.20 Frásögn 72. kafla, frá viðskiptum við Ár-
móð bónda, gefur tilefni til ýmislegra umsagna, en ekki lýsir hún
Agli þó sem ósanngjörnum manni. Líkn og lækningar Egils koma
19 Egilssaga 1987: 467-70, 485-86, 481-83.
20 Sama: 422-25, 437-40.