Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 60
296
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
Hér er komið að ákveðnum stöðlum hinnar karllegu gagnkyn-
hneigðar: karlinn er miðlari Guðs, hreinn, andi; konan er líkamn-
ingur djöfulsins, hins ósegjanlega, líkamans, óhrein, óæðri, teng-
ing við ormana. Hér er tenging við þegninn í orðræðukerfi
Descartes augljós, þar sem karlinn er hrein hugsun en konan lík-
aminn, en óbeinni við kenningar Freuds því að mati hans er kon-
an í menningu okkar einnig táknmynd hins bannaða, djöfulsins og
líkamans. Skilgreiningin „mennskur" riðlast og verður vafasöm,
svo ekki sé fastar að orði kveðið, eins konar ímyndaður tengilið-
ur milli líkamlegra vera af tegundinni „homo sapiens", andlegra
mynda guðlegs sannleika og ekki síst „karlleika". Ennfremur
tengjast karl og kona böndum húsbónda og þræls: hann talar,
ákveður, framkvæmir og hefur vald yfir lífinu; hún meðtekur og
bíður fyrirmæla. Karlinn ríkir yfir öllu sem er skiljanlegt og
áþreifanlegt en konan yfir því sem er óskiljanlegt og óáþreifanlegt.
Jafnframt er karlinn á ferð og flugi en konan kyrrstæð. Af þessu
má ráða að konan er orðin Kona, kynin eru orðin tákn fremur en
fólk. Þessar stöðluðu myndir karllegrar kynhneigðar koma einnig
sterkt fram í skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Sælir eru einfald-
ir, þar sem allar karlpersónur eru á sífelldum þönum um alla borg-
ina en konurnar þrjár sem einhverju skipta (eiginkonan Vigdís,
móðirin Margrét, og litla stúlkan Anna) sjást nær einvörðungu á
sínum stað heima hjá sér út í gegnum allan textann. Stærsta
frávikið frá þessari mynd er þegar Vigdís sést koma aftur frá höfn-
inni eftir árangurslausa eða misheppnaða tilraun til sjálfsmorðs,
svo að ganga hennar verður eins konar Upprisa.
Sœlir eru einfaldir bendir ennfremur á eitt mikilvægt hlutverk
kvenna í heimi karllegrar gagnkynhneigðar, en það er að halda
heimi karlsins saman, ekki ósvipað og Guð gerir í heimi Descartes.
Vigdís verður í rás sögunnar sá ás sem heimur eiginmanns hennar,
og reyndar alls hins jarðneska heims, snýst um. I táknsæi sögunn-
ar hefur hún mátt til að skapa og eyða, hún er hliðstæða jarðarinn-
ar sem spýr út því sem inn snýr með eldsumbrotum uns yfir lýk-
ur. Vigdís er ekki einasta það sem heldur heimi Gríms, eiginmanns
hennar, saman heldur dregur textinn mynd hennar dráttum sem
tengja hana við sjálf eldsumbrotin, eins og kemur í Ijós þegar búið