Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 158
394
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
því að í „borgaraþjóðfélagi" geti ekki verið nein sjálfstæð „öreiga-
menning“, þeir sem ekki séu „borgarar" verði að fá allt sitt „að
láni“ frá „borgurunum“. Þess vegna geti „borgaraleg" hugmynda-
fræði gegnsýrt þjóðfélagið án minnstu mótspyrnu, hún geti lagt
undir sig leikhús, listir, allt. Stundum séu gerðar uppreisnir gegn
þessari hugmyndafræði, það geri framúrstefnumenn í listum og
bókmenntum, en þar sem slíkir menn séu jafnan af „borgaraleg-
um“ uppruna og ráðist einkum gegn einhverjum ytri formum, sé
hægur vandinn fyrir „borgarana" að gera slíkar uppreisnir skað-
lausar. I framhaldi af þessu álítur Barthes nú að einkenni þessara
„borgara“ sé fyrst og fremst að þeir reyni að villa á sér heimildir.
Þannig hafi þeim tekist að fela nafnið „borgarar“: „það eru engir
„borgaraflokkar“ á þingi“, segir hann.12 En þetta nafnleysi „borg-
aranna“ sé þó enn meira á sviði siðferðis, menningarmála og slíks,
einkum og sér í lagi meðal hins breiða almennings: „Allt Frakk-
land er baðað í þessari nafnlausu hugmyndafræði", segir Barthes
og fylgir því eftir með endalausri romsu um allt sem henni sé á
þennan hátt ofurselt; er fátt sem þar vantar.13
Þetta „nafnleysi" er ekki á nokkurn hátt tilviljun, segir
Barthes, heldur er það sjálfur kjarni hinnar „borgaralegu“ hug-
myndafræði. Markmið „borgaranna" er að fela þá staðreynd að
staða þeirra sjálfra er ekki annað en afrakstur langrar og sviptinga-
samrar sögu, láta þessa stöðu líta út eins og „náttúru" og láta þá
sjálfa, og þá sem laga sig eftir þeim, líta út eins og hinn „eilífa og
óumbreytanlega mann“. Það er sem sé um það að ræða að „breyta
raunveruleika veraldarinnar í mynd af veröldinni“, þar sem póli-
tík og saga er orðin að „náttúru". I þessu mikla laumuspili hefur
mýtan, eins og Barthes skilgreinir hana, lykilhlutverk: hún er sá
vettvangur þar sem þessi breyting á sér stað, orðræðan þar sem
hlutirnir missa sitt sögulega eðli og öll pólitík hverfur.
Þessi skilgreining mótar síðan allt það sem Barthes hefur um
mýtur að segja og skýrir ýmislegt sem kynni að virðast undarlegt
í öðru samhengi. Hann gerir sér vitanlega fulla grein fyrir því
sem áður var bent á, að táknið sem verður síðan að táknmynd í
12 Bls. 212.
13 Sama stað.