Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 198
434
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
Mig langar að taka Gunnarshólma sem dæmi. Mér finnst að höfundur
hefði átt að greina það kvæði - og reyndar fleiri - betur. í viðaukanum, en
ekki í meginmáli bókarinnar, gerir hann grein fyrir þríhendunni (tersín-
unni) sem er aðalháttur kvæðisins og vitnar í Kvœðafylgsni Hannesar Pét-
urssonar sem hefur bent á hversu nákvæm bygging þessa hluta kvæðisins
er: 66 línur samtals, 33 í lýsingu landsins og aðrar 33 í frásögn af brottför
þeirra bræðra, Gunnars og Kolskeggs. Á öðrum stað í viðaukanum getur
Sveinn Yngvi þess svo að í niðurlagi Gunnarshólma yrki Jónas fyrstur ís-
lenskra skálda undir átthendu (oktövu), en getur sér ekki til um ástæðuna
fyrir þessum háttskiptum. Hvers vegna er skipt um hátt fyrir lok kvæðis-
ins? Þarna eru efnisskil. Nú leggur skáldið út af myndum tersínuhlutans,
og þessu gerir Páll Valsson góð skil í riti sínu um ævi Jónasar Hallgríms-
sonar: „Eðli þessa háttar er annað en þríhendunnar, hann er persónulegri
og alvarlegri í eðli sínu og hefur gjarnan verið notaður þegar talað er af al-
vöruþunga um málefni þjóðar eða til hennar.“2 Þannig kveður allt í einu
við annan tón:
Því Gunnar vildi heldur bíða hel
en horfinn vera fósturjarðarströndum.
Þá er aðferðin þessi: Lýst er fegurð landsins, ferð bræðranna og loks kem-
ur sú niðurstaða að Gunnar hverfi aftur sakir ástar á landinu, og þessi göf-
uga breytni verði svo til þess að staðnum er hlíft í annarri landeyðingu.
Sveinn Yngvi bendir réttilega á að hér komi fram sú rómantíska hugsun
„að sagan búi áfram í ákveðnum stöðum þar sem mikilsverðir atburðir
hafa gerst“(bls. 44). Þetta er eins konar leiðarstef í fjölda ljóða Jónasar:
fegurð landsins og ættjarðarást. Og væntanlega er það til að auka hana
með þjóðinni sem skáldið leggur fram þessa túlkun á afturhvarfi Gunn-
ars. Nú veit ég ekki hvort einhver trúir því að Gunnar hafi snúið aftur af
ættjarðarást. Ég geri það að minnsta kosti ekki. Þegar Gunnar segir: Fög-
ur er hlíðin - skyldi hann þá ekki sjá á svipstundu alla tilveru sína, eignir
sínar og stöðu, og skyldi stolt hans þá ekki hafa meinað honum að láta
óvini hrekja sig á brott? Eða skyldi Matthías Johannessen ef til vill hafa
komist nær kjarna málsins er hann segir í ljóði:
Fögur er Hallgerður.
Bleikir akrar
og slegin tún.
En hér, einmitt í þessu dæmi um hvernig unnið er úr landslýsingu, eyð-
ingu lands og tengingu við fornsögur, í Fljótshlíð tengingu við Gunnar
Hámundarson - hefði að mínu viti mátt vísa sérstaklega til Bjarna
Thorarensen. Hann hefur nefnilega ort um hið sama, með allt öðru nið-
urlagi. I Vísum um Fljótshlíð sem sagðar eru ortar 1821 eru þessi erindi:
2 Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson. Ævisaga. Reykjavík 1999, bls. 180.