Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 232
468
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
skapað handa honum, vísar hann ekki til mynda og hæfni þeirra til að lýsa
eða afbaka raunveruleikann. Og þaðan af síður hefur hann í huga heim-
spekileg vandamál um hæfni mynda til að fanga hinn sanna heim. Þetta
verður ljóst ef samræða hans og Trumans er skoðuð nánar. Christof seg-
ir við Truman: „Það er ekki meiri sannleikur þarna úti en í heiminum sem
ég hef skapað handa þér, sömu lygarnar, sómu svikin.“ Hann hefur vita-
skuld í huga þá staðreynd að fólkið sem Truman hefur umgengist í Sea-
haven alla ævi hefur logið að honum og svikið hann, með beinum og
óbeinum hætti. Og hann reynir að sannfæra Truman um að fólk muni
ekki síður ljúga að honum og svíkja hann utan Seahaven. Og Christof
bendir Truman einnig á að sá heimur sem hann hafi skapað handa honum
sé öruggari en hinn, þar sé hann óhultur.
Það sem Christof segir við Truman geymir ýmist sannleikskorn eða er
beinlínis satt (þótt hann ýki málflutning sinn): I heiminum utan Seahaven
mun fólk ljúga að Truman og svíkja hann. Það veit Christof af eigin
reynslu. Það vitum við af eigin reynslu. Heimurinn utan Seahaven er líka
hættulegri o.s.frv. Þær skoðanir sem Sigríður eignar Christof eru hins
vegar ýmist rangar, langsóttar eða bókstaflega fjarstæðukenndar. Atburð-
ir eiga sér ekki stað, við fáum einungis myndir af þeim! Myndir eru túlk-
anir og þar af leiðandi tálsýnir! Ekkert bendir til þess að Christof trúi
slíkri staðleysu. Vandi hans er ekki vitsmunalegur (hann er ekki heimsk-
ur maður) heldur siðferðilegur (hann vill stjórna lífi annarra).30 Ekkert
bendir heldur til þess að Christof sé þrúgaður af vandamálum vissra
heimspekinga og það er ennþá langsóttara að hann gerist málsvari kenn-
inga Virilios. Christof segir berum orðum fyrr í myndinni að ef Truman
einsetji sér að uppgötva sannleikann („discover the truth“) þá muni þau
ekki geta stöðvað hann. Hann dregur aldrei í efa getu hans, eða nokkurs
annars manns, til að uppgötva sannleikann. Hvað þá að hann reyni að
gera slíkt á helberum heimspekilegum forsendum.
Önnur vísbending um það hvernig hið heimspekilega (og raunar
einnig hið félagslega) vandamál um afbökun mynda villir Sigríði sýn til
kvikmyndarinnar er í þeim spurningum sem hún spyr um örlög Trumans:
Er okkur unnt að sleppa úr búri sýndarveruleikans eins og Truman
reynir af öllum mætti að gera? Samkvæmt skoðun Virilios tekst það
aldrei alveg, því að myndir fjölmiðla eru alltaf afbakanir á raunveru-
leikanum. Greining Virilios virðist í fljótu bragði í mótsögn við boð-
skap kvikmyndarinnar um Truman. Hann er hetjan sem brýst út úr
búrinu á vit raunveruleikans. En flýr hann á vit hins sanna heims?
30 Marlon (Louis Coltrane) vinur Trumans segir í upphafi myndarinnar: „Það er
allt satt, það er allt raunverulegt, ekkert hér er falsað, ekkert sem þú sérð í þess-
um þætti er falsað,er einungis stjórnað.“