Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 210
446
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
er from an Unknown Woman (Max Ophuls, 1948);4 5 Stanleys Cavell um
The Philadelphia Story (George Cukor, 1940),5 Now, Voyager (Irving
Rapper, 1942)6 eða North by Northwest (Alfred Hitchcock, 1959);7
Roberts Warshow um vestra;8 og ýmis skrif kvikmyndaleikstjórans Wims
Wenders.9
Þessi mælikvarði, eins og ég hef orðað hann, er á sinn hátt hlutlaus:
Hann byggist ekki á því að lesandinn sé sammála forsendum höfundar,
fallist á röksemdafærslur hans eða kenningar. Öðru nær. Hann getur ver-
ið ósammála höfundi í stóru sem smáu og jafnvel hafnað niðurstöðum
hans, þótt hann telji lesturinn eða túlkunina að ýmsu leyti vel heppnaða.
Almennar spurningar um það hvort lestur femínista, póstmódernista,
freudista eða marxista á kvikmynd sé vel heppnaður samkvæmt þessum
skilningi eru því marklausar. Mestu veldur hver á heldur. Dæmi eru t.d.
um sannfærandi, upplýsandi og hrífandi freudískan eða femínískan lestur
á kvikmynd (t.d. hjá Robin Wood) en einnig um það að lesandinn, grein-
andinn, bókstaflega kæfi viðfangsefni sitt (kvikmyndina) með kenningum
femínista eða freudista (að þessu verður vikið hér á eftir). I síðara tilvik-
inu sjáum við aldrei grilla í sjálfa kvikmyndina eða kvikmyndagreinina
sem er til umfjöllunar; í því fyrra öðlast viðfangsefnið nýja merkingu og
jafnvel nýtt líf fyrir áhorfandanum/lesandanum.
Hvernig lítur Heimur kvikmyndanna út í þessu ljósi? Áður en þeirri
spurningu er svarað er rétt að slá varnagla. Jafnvel þótt ofangreindur
mælikvarði sé sanngjarn og viðeigandi er ekki þar með sagt að hann sé
eina mælistikan sem gagnlegt er að máta slíkt verk við. Og raunar má ef-
ast um að hægt sé að leggja einhvern einn mælikvarða á allar greinarnar í
þessari bók. Sumir höfundanna eru t.d. ekki að reyna lestur eða greiningu
á kvikmyndum, það er a.m.k. ekki höfuðmarkmið þeirra. I grein sinni
„Fortíðin á hreyfimynd" skoðar sagnfræðingurinn Már Jónsson t.d.
hversu vel er farið með sögulegar staðreyndir í Agnesi (Egill Eðvarðsson,
1995) og kemst að þeirri niðurstöðu að „Agnes segir ekkert um þá at-
burðarás úr íslenskri fortíð sem hún þykist styðjast við [...]“ (972). Gísli
4 George M. Wilson, Narration in Light, The Johns Hopkins University Press:
Baltimore 1986.
5 Stanley Cavell, Pursuits of Happiness, Harvard University Press: Harvard 1981.
6 Stanley Cavell, Contesting Tears, The University of Chicago Press: Chicago
1996.
7 Stanley Cavell, Themes out of School, The University of Chicago Press: Chicago
1984.
8 Robert Warshow, „Movie Chronicle: The Westerner" í Film Theory and Crit-
icism (ritstj. Gerald Mast, Marshall Cohen og Leo Braudy), Oxford University
Press: Oxford 1992.
9 Wim Wenders, Emotion Pictures: Reflections on the Cinema (þýð. Sean White-
side), Faber and Faber: London 1989.