Skírnir - 01.09.2000, Page 102
338
JÓN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
vegna griðanna hlaut hann meira að segja að ganga honum alger-
lega á hönd. Þannig yrðu griðin tryggð og úrslit málsins tengd
orðstír Eiríks. Sannleikurinn mun vera sá að þeir báðir og allir
aðrir vissu að nú gæti hann einmitt rétt fram höndina, með skáld-
skap til þess að jafna fyrri skáldskap á hendur Eiríki. Þannig gæti
Egill beinlínis bætt um betur og endurreist það sem hann hafði rif-
ið niður með níðkveðskap. Þetta segir Arinbjörn berum orðum í
60. kafla og vísar m.a. til skáldmetnaðar Egils. Svo ótrúleg og
vafasöm sem mönnum hefur þótt frásagan er hitt réttara að allt
annað hefði verið út í hött af hálfu Egils og af hálfu höfundarins.
Allt annað hefði afhjúpað Egil sem óeinlægan, ótraustan, falskan.
Og önnur viðbrögð hefðu afhjúpað Eirík sem óþokka, ódreng.
Jórvíkurförin, framkoma Egils þar og Höfuðlausn eru þannig
sönnun fyrir einlægni Egils, eins og Sonatorrek er einnig að sínu
leyti.
V.
í Egilssögu birtist persónuleg skáldþörf, djúprætt sköpunarþörf
og sköpunargáfa mjög skýrt og með næsta „nútímalegum" hætti
sem lífskraftur og innileg sjálfstjáning.58 Hvöt og þörf Egils til
skáldskapar er ákaflega skýr alveg frá bernsku, en hafa má í huga
að þeir feðgar höfðu ekki lagt mikla stund á skáldskap þótt kynnu
og dæmi séu nefnd um slíkt. Þessi inngróna persónulega hvöt og
þörf Egils sem tengist bersýnilega náttúruskynjun hans,
mannskynjun og trúarbrögðum hans,59 er merkileg viðbót við
mannlýsingasafnið sem þessi einkennilega ætt hefur að bjóða. Hér
birtist skáldskapurinn sem einkaleg og innileg útrás. I þessu efni
skarar Sonatorrek auðvitað fram úr. En um þetta má líka taka sem
dæmi úr 55. kafla 17. og 20. vísu, hvora gegnt annarri tilfinninga-
lega, en sú fyrri lýsir harmi eftir bróðurmissinn og síðari vísan
fagnar mannbótum konungs.60 Ekki síður er að nefna felu-gim-
steinana í 23. og 24. vísu í 56. kafla, þar sem Egill gerir gátu um ást
58 Hallvard Lie 1956: 521.
59 Sigurður Nordal 1942.
60 Egilssaga 1987: 438-39.