Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 117
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 353
fyrst dregin upp í grófum dráttum mynd af nokkrum helstu heim-
ildum um rúnir í norrænum fornbókmenntum og reynt að sýna
fram á greinilegar hliðstæður á milli ákveðinna þátta í frásögnum
ritheimilda og nokkurra áletrana sem fundist hafa. Að því loknu
verður glímt við þá spurningu hvort og þá að hvaða marki rann-
sóknir á rúnum í fornbókmenntum geti varpað ljósi á forn og ný
rúnafræðileg álitamál, s.s. notkun rúna við fjölkynngi, eða félags-
lega stöðu þeirra sem bjuggu yfir rúnaþekkingu.
Helstu heimildir um rúnir í norrænum fornbókmenntum
I eddukvæðum, hvort sem þau voru ort í Noregi, á Islandi eða á
öðrum slóðum þar sem norrænir menn bjuggu, er fólgin mikils-
verð vitneskja um þau hugtök sem helst eru notuð um rúnir, þ.e.
kvenkynsorðið rún (flt. rúnar, síðar rúnir) og karlkynsorðið stafr
(flt. stafir).9 Hér skal þó á það bent strax í upphafi að í eddukvæð-
um tákna þau ekki alltaf „rúnir“, þ.e. „tákn rúnastafrófsins“. Orð-
ið rún getur haft merkinguna „leyndarmál", „samtöl á laun“ og
„trúnaðarmál", en stafr getur merkt „orð“ og jafnvel „kunnátta".10
I sumum tilfellum getur reynst erfitt að greina skýrt á milli
þessara merkinga, eins og sjá má til dæmis í 60. vísu Völuspár.11
9 Orðið stafr var upphaflega af a-stofni, þ.e. stafar í fleirtölu (sbr. sænska áletrun
í eldri gerð rúnastafrófsins á Gummarpsteininum (6. mynd) sem er frá því um
600; þar stendur orðið í þolfalli fleirtölu stAbA), en það kemur eingöngu fyrir
sem f-stofn í íslenskum miðaldatextum þegar það hefur merkinguna „rúnalet-
ur“.
10 Ottar Gronvik hefur nýlega andmælt því að fornnorræna orðið rún í eldri
eddukvæðum og áletrunum í eldri gerð rúnastafrófsins (frumnorræna rúnö, flt.
rúnöR) merki „letur í rúnastafrófi", sjá: Fra Ágedal til Setre. Sentrale runeinn-
skrifter fra det 6. drhundre (Oslo, Universitetsforlaget, 1987, einkum
bls. 108-109), en túlkun hans hefur ekki öðlast fylgi meðal fræðimanna. Um
þetta efni, sjá einkum athuganir Marie Stoklund, „Myter, runer og tolkning", í
Jens Peter Schjodt et al. (ritstj.), Myte og Ritual i det forkristne Norden. Et
symposium, Odense, Odense Universitetsforlag, 1994 (1995), bls. 159-74 (hér
bls. 165).
11 Tilvísanir í eddukvæði í þessari grein byggja á útgáfu Gustav Neckel, sem Hans
Kuhn gaf út á ný: Edda. Die Lieder des Codex Regius nebst verwandten
Denkmdlern, Heidelberg, Carl Winter Universitátsverlag (Germanische
Bibliothek), 1962.