Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 116
352
FRAN <J OIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
gjarnan skýrð með vísun í þá tilgátu að dregið hefði úr notkun
rúna í Noregi á 8. og 9. öld.6
Þessi skýringartilraun gat ekki talist sannfærandi, þó ekki væri
nema af þeirri einföldu ástæðu að til eru rúnaáletranir frá víkingaöld
í flestum þeim löndum við Norður-Atlantshaf sem ásamt Islandi
voru numin af Norðmönnum á 9. og 10. öld. Samt sem áður var ekki
vitað um neina íslenska rúnaáletrun frá víkingaöld eða eldri en frá
12.-13. öld, fyrr en í júlí 1993. Víst er að í norrænum fornbókmennt-
um er þess oft getið að Islendingar hafi kunnað að fara með rúnir og
kemur víða fram að lengri eða skemmri skilaboð hafi verið rist á hin
svokölluðu rúnakefli. En vitnisburði sagnanna hefur gjarnan verið
mætt með mikilli tortryggni og grunsemdum um að höfundar þeirra
hafi „ómeðvitað heimfært upp á fortíðina siði og hætti þeirra tíma,
er latneskt letur var komið til sögunnar", eins og franski rúnafræð-
ingurinn og sagnfræðingurinn Lucien Musset hefur komist að orði.7
Rúnafundurinn í Viðey hvetur til þess að við tökum að nýju til
skoðunar þær frásagnir sem finna má í norrænum ritheimildum
um notkun rúna á Islandi að fornu. I þessari grein verður látið
nægja að veita almenna yfirsýn yfir þetta efni, enda mikið að vöxt-
um og um það fjallað í nokkrum háskólaritgerðum.8 Hér verður
6 Sjá einkum A. Bæksted, op. cit., bls. 13 sqBæksted neitaði því að sjálfsögðu ekki
að einhverjir landnámsmanna hafi kunnað skil á rúnum, en hafði tilhneigingu til að
gera lítið úr þessu í umfjöllun sinni um þær áletranir sem voru þekktar þegar hann
vann að útgáfu sinni (bls. 15-16); - L. Musset, op. cit., bls. 295 tekur í sama streng.
7 Ibid., bls. 306; sama skoðun kemur fram hjá Klaus Dúwel, Runenkunde, Stutt-
gart, Metzlersche Verlagsbuchhandlung (Sammlung Metzler. Realienbúcher fúr
Germanisten. Sprachwissenschaft, LXXII), 1968, bls. 103.
8 Hér ber fyrst að vísa til doktorsritgerðar Björns Magnússonar Ólsens, Runerne
i den oldislandske literatur (Kaupmannahöfn, 1883,140 bls.) og fyrri hluta dokt-
orsritgerðar A. Bæksted, Málruner og troldruner. Runemagiske studier (Kaup-
mannahöfn, Gyldendalske Boghandel-Nordisk Forlag, Nationalmuseets Skrift-
er. Arkæologisk-Historisk Række, IV, 1952,366 bls. -hér bls. 15-117: „Den epi-
grafiske og litterære runetradition"). - Doktorsritgerð, sem höfundur þessarar
greinar varði árið 1976 við Caenháskóla, fjallar um sama efni, en út frá víðara
sjónarhorni. Verður ritgerðin gefin út á næstunni (undir heitinu Les runes dans
la littérature norroise) með lagfæringum og viðbótum. Þar er rannsóknarsagan
rakin og lögð fram heildarskrá (með athugasemdum) um öll þau dæmi í norræn-
um heimildum þar sem rúna er getið. Skránni er fylgt eftir með kerfisbundinni
rannsókn þar sem farið er í saumana á mörgum þeim viðfangsefnum sem hér
verður einungis tæpt á.