Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 154
390
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
eins og höfundur vilji leggja einhvern fræðilegan grundvöll undir
þessi greinaskrif sín, sýna fram á einhverja hugmynd sem réttlætti
þau og tengdi saman hinar ýmsu greinar, og til þess setur hann
fram og skilgreinir hugtak sem ekki hafði borið mikið á í greinun-
um sjálfum, sem sé hugtakið „mýta“. A þessum tíma var Barthes
nýbúinn að lesa hina víðfrægu fyrirlestra Saussures um málvísindi,
og hann var augljóslega svo gagntekinn af hugmyndum hans að
hann vildi beita þeim alls staðar, og helst engu nema þeim, en hann
felldi þær inn í almennar hugmyndir sínar um þjóðfélagið og
ástand þess. Af því mótast þessi fræðilegi eftirmáli. Sjálfur var
Roland Barthes lítt þekktur á þessum tíma, en á því urðu síðan
harla róttæk umskipti, og um þær mundir sem bókin kom út í
kiljuformi árið 19707 var hann orðinn einn helsti tískupáfi vinstri
bakkans og kenningar hans kyrjállinn og kreddan í bókmennta-
kennslu franskra háskóla. Ritið Mythologies var þá skyldulesning
og talið boða endanleg og óvefengjanleg sannindi. Æðsta mark-
mið stúdenta var að skrifa eins og Roland Barthes, þó ekki í stíl
Mythologies, sem var fremur auðskilið rit og auðlesið og átti
kannske hluta af vinsældunum því að þakka, heldur í þeim stíl sem
snillingurinn tamdi sér í síðari ritum sínum og var skrautlegri. Svo
tók einn gárunginn sig til og gaf út „Kennslubók í róland-bart-
ísku“ til að kenna stúdentum trixið. Hvort þetta rit olli þáttaskil-
um, eins og ég hef heyrt, eða ekki, skal látið ósagt, en víst er að eft-
ir lok áttunda áratugarins tók stjarna Barthes mjög að fölna á
heimaslóðum. En þá gerðist það að önd hans sveif yfir Atlantsála
og gekk þar í endurnýjun lífdaga. Það var reyndar ekki einsdæmi.
Sálnaflakk af þessu tagi frá Signubökkum til Vesturheims og það-
an boðleiðina til Norðurlanda með endastöð á Islandi, líkt og ver-
ið sé að fleyta einhverjum fræðilegum kellingum, er nefnilega snar
þáttur í hugmyndasögu síðustu áratuga og skorti Barthes ekki
harðsnúið fylgdarlið á fluginu - Foucault, Derrida og Júlíu
Kristevu, svo fáein séu nefnd. En margt ber við á langri leið og er
ekki víst að menn geri sér alltaf fulla grein fyrir því. Orð hefur t.d.
leikið á því að enskar þýðingar á verkum þessara manna séu ekki
7 Roland Barthes: Mythologies, París 1970. Það er sú útgáfa sem hér er vitnað í.