Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 139
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 375
Blóðgar rúnir
váru á brjósti þeim
merktar meinliga.
Rúnameistarinn
Voru það einungis hinir fáu innvígðu, prestar og galdramenn, sem
kunnu skil á rúnum, þessum fornu táknum sem sköpuð voru af
goðunum í öndverðu, og Óðinn notaði við fjölkynngi? Um þetta
atriði deildu rúnafræðingar hart á fyrri hluta 20. aldar,77 en í raun
er ekkert einhlítt svar að finna, enda hefur rúnanotkun verið mis-
jöfn eftir löndum eða héruðum og ekki síður breytileg eftir tíma-
bilum. Eftir þeim áletrunum að dæma sem hafa varðveist virðast
rúnir hafa haft litla útbreiðslu á fyrstu öldum e. Kr., en á miðöld-
um voru þær algengar í nokkrum borgum Norðurlanda. Af þessu
leiðir að trúarlegt hlutverk og félagsleg staða þess sem klappaði
eða risti rúnir, þ.e. rúnameistarans,78 hélst ekki óbreytt allar þær
14 eða 15 aldir sem saga rúnanna spannar.
I ljósi þessa er vert að skoða nánar þær upplýsingar sem fólgn-
ar eru í norrænum bókmenntum um notendur rúna og bera sam-
an við þær fáorðu vísbendingar sem áletranirnar geyma.
Hér ber fyrst að nefna að sjá má af eddukvæðum og ýmsum
flokkum fornsagna að það voru ekki eingöngu karlar sem kunnu
skil á rúnum, heldur var nokkuð jafnt á komið með báðum kynj-
77 Innan um mikla bókfræði um þetta efni er vert að benda hér á mjög gagnlega
grein eftir Karl Martin Nielsen, „Runen und Magie. Ein forschungsgeschicht-
licher Uberblick", Friihmittelalterliche Studien, XIX, 1985, bls. 75-97; þar er
að finna yfirvegað mat á helstu verkum sem fjalla um þetta efni.
78 Til einföldunar eru orðin „rúnasmiður“ og „rúnameistari“ notuð sem samheiti,
þó að það sé mögulegt að í einstökum tilfellum hafi tveir einstaklingar (eða
jafnvel fleiri) verið að verki við að setja saman textann og klappa hann eða rista.
Hér er vísað til verks höfundar, „Le maítre-des-runes. Essai de détermination
socio-anthropologique: quelques réflexions méthodologiques", í Claiborne
W. Thompson (ritstj.), Proceedings of the First International Symposium on
Runes and Runic Inscriptions (= Michigan Germanic Studies, VII, 1), 1981,
bls. 27-37 (með samantekt á ensku); sjá einnig: Henry Freij, „Viking ristade
och Grimulv. Studier av runstenars spárprofiler och huggmárken", í Blandade
runstudier I, Uppsölum, Institutionen för nordiska sprák (Runrön, VI), 1992,
bls. 19-35 (með samantekt á ensku).