Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 130
366
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
ingu, sem og textanum í heild, er þó verulegum vandkvæðum
bundin.55
Athugum núna nokkur dæmi um orðalag þegar vikið er að
rúnum í fornbókmenntum og berum saman við sjálfar rúnarist-
urnar. Þegar hefur verið bent á skyldleika milli nokkurra eddu-
kvæða og áletrana sem fundist hafa á rúnakeflum. Svo er um eina
af vísum Sigrdrífumála og spæni sem fannst fyrir u.þ.b. 40 árum á
Bryggjunni í Björgvin. Áletrunin, sem talin er vera frá ofanverðri
14. öld, hefst með þessari setningu:56
ristek : bot: runar : rist: ekbiabh : runar
Þetta eru tvær línur ortar undir edduhætti og mætti umskrifa á
eftirfarandi hátt:
Ríst ek bótrúnar,
ríst ek bjargrúnar
Þessi fornleifafundur leiddi til þess að norski rúnafræðingurinn Aslak
Liestol lagði til nýjan leshátt á einu atriði í 19. vísu Sigrdrífumála:57 í
aðalhandriti eddukvæða (Codex Regius) stendur boc r[vnar], sem er
ekki mjög sannfærandi í þessu samhengi, en víkur nú fyrir orðinu
bótrúnar. Þessi lesháttur virðist eiga mun betur við í upptalningu
samsettra hugtaka á borð við bjargrúnar og meginrúnar.
Eins og fram kom hér að ofan, þá voru þau álög sem Skírnir lagði
á Gerði í 36. vísu Skírnismála byggð á því að rista rúnina þurs og
„þriá stafi“. Var þessum táknum ætlað að leggja þrenns konar mein
á stúlkuna og öll sérlega háskaleg. Þessi bölbæn á sér merkilega hlið-
stæðu aftast í áðurnefndri áletrun á rúnakeflinu frá Björgvin:58
55 Sjá rit O. Granvik, Runene pá Eggjasteinen. En hedensk gravinnskrift fra slutten
av 600-tallet (Ósló, Universitetsforlaget, 1985, 216 bls.). Þar er að finna um-
fjöllun um eldri rannsóknir og nýja túlkun á þessum sérlega erfiða texta.
56 Uppskrift og normalisering eftir A. Liestol, „Runer frá Bryggen“, Viking, XXVII,
1963 (1964), bls. 41; — id., „Rúnavísur frá Björgvin" (íslensk þýðing eftir Krist-
ján Eldjárn á endurskoðuðum texta höfundar), Skírnir, CXXXIX, 1965,
bls. 27-51 (hér bls. 34); - sjá einnig: J. R. Hagland, „Les découvertes d’inscrip-
tions runiques ...“, bls. 130 (sjá mynd 3, bls. 131).
57 1 bráðabirgðaútgáfu hans: „Runer frá Bryggen ...“, bls. 43-44; - id., „Rúnavís-
ur frá Björgvin ...“, bls. 37.
58 A. Liestol, „Runer frá Bryggen ...“, bls. 41; -id., „Rúnavísur frá Björgvin ...“,
bls. 34; - í íslensku útgáfunni á þessari grein má sjá að höfundurinn hefur tek-