Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 189
SKÍRNIR
ÍSLAND OG UMHEIMURINN I580-1630
425
Webbs og N. J. Williams fyrir tímabilið 1550-1580, sem enginn íslending-
ur hefur kannað ofan í kjölinn (bls. 311). Flestir íslenskir fræðimenn
þekkja Andrew Wawn fyrir brennandi áhuga hans á að tengja íslenska
menningarsögu sögu umheimsins.51
Erlendum fræðimönnum hefur þótt býsna spennandi að glíma við þá
spurningu hvort frægasti landkönnuður veraldarsögunnar, Kristófer Kól-
umbus, hafi komið til Islands og frétt hér af Vínlandsferðunum. Sigurður
Líndal hefur fært rök fyrir því að hann hafi komið hingað 1477, eins og
Kólumbus segist reyndar sjálfur hafa gert52 og ungur sagnfræðingur, Ein-
ar Hreinsson, hefur tekið undir það.55 Undantekningarlítið hafa erlendir
fræðimenn fallist á þetta, þeirra á meðal David B. Quinn,54 Helen Wallis
og Kirsten A. Seaver.55 Felipe Fernandez-Armesto, helsti sérfræðingur
nútímans um Kólumbus, finnst ekki „inherently implausible" að Kól-
umbus hafi siglt til íslands.56 Honum finnst þó fljótfærnislegt að álykta
að Kólumbus hafi fengið vitneskju um Vínlandsferðirnar á ferð sinni til
Islands.57 En var Kólumbus nokkuð á leið til Vínlands?
Á heimsþingi sagnfræðinga í Ósló í ágústmánuði síðastliðnum, setti
ungur kanadískur sagnfræðingur, Peter E. Pope, fram þá kenningu að
Cabot-feðgar, sem sigldu til Nýfundnalands á vegum Englandskonungs
árið 1497, hafi valið að sigla norðurleiðina frekar en suðurleiðina vegna
þess að þeir vissu af þeim sjóleiðum sem norrænir menn höfðu farið.
Þetta virðist nokkuð trúlegt vegna þess að Cabot mun hafa verslað með
skinn og vararfeldi í Bristol á tímabilinu fyrir 1496, en Bristolmenn versl-
uðu mikið við ísland á 15. öld.58 Kenning Popes er enn einn vottur þess
að fræðimenn eru sífellt að vinna að nýjum rannsóknum sem tengja ís-
land við umheiminn.
„Island skipti miklu meira máli í pólitískum samskiptum þessara
dönsku og ensku þjóðhöfðingja en mig hafði órað fyrir“, skrifar Helgi í
eftirmála (bls. 312) en hann hefur rannsakað bréfasöfn þjóðhöfðingjanna
Elísabetar I, Friðriks II, Kristjáns I, og Jakobs I. Áhugi þeirra á fiskveið-
unum við íslandsstrendur virðist hafa verið mikill og er afstaða þeirra til
sjórána og siglinga eitt helsta viðfangsefni Helga. Eitt dæmi nægir til að
sýna þennan áhuga. Helgi segir frá því þegar Arild Huitfeldt hélt á fund
51 Sjá bók hans The Vikings and the Victorians. Inventing the Old North in
Nineteenth-Century Britain (2000).
52 Sigurður Líndal 1990:200-204.
53 Einar Hreinsson 1992:43.
54 Quinn 1992.
55 Seaver 1996:207-11.
56 Fernandez-Armesto 1992:6, 18-19.
57 Fernandez-Armesto 1992:188-89.
58 Pope 2000.