Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 168
404
EINAR MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
veruleg" („concrete").30 Því miður nær þetta ekki ýkja langt. Skil-
greining Andersons getur átt við nánast hvaða samfélag manna
sem er, nema Mývetninga, en orð Arnars eru hins vegar undarlega
mótsagnakennd: það samfélag sem þannig er skilgreint virðist
nefnilega vera eins raunverulegt og frekast verður á kosið, og erfitt
að sjá hvað kann að vera „ímyndað" við það. Og vel að merkja:
ekki er hægt að sjá að þetta varpi neinu ljósi á það hvernig Davíð
Logi notar þetta orð. Eg get ekki séð nema eina leið til að höggva
á þennan hnút, og hún er sú að með þessu orði sé verið að segja að
þessi tilteknu fyrirbæri, samfélag, tengsl þjóðar og tungu og slíkt,
tilheyri hugarfari manna, séu sem sagt viðfangsefni einhvers kon-
ar hugarfarssögu. Þetta er að sjálfsögðu alveg rétt, en segir mjög
lítið, því að öll fyrirbæri mannlífsins, hversu beinhörð og efnisleg
sem þau kunna að vera, eru einnig hluti af hugarfari manna og við-
fangsefni hugarfarssögu ef svo ber undir, og eitt útilokar hér ekki
annað. Þegar Roland Barthes fjallar um hlutverk vínsins í frönsku
þjóðfélagi er hann vitanlega að rekja ákveðna þætti í frönsku hug-
arfari, og orðin sem hann notar, „mýtología vínsins", eru við hæfi
í mjög almennri merkingu þótt þau séu að vísu í litlu samræmi við
skilgreiningu hans sjálfs á „mýtu“. Barthes finnur hjá sér þörf fyr-
ir að taka fram að vínið sé eigi að síður alveg raunverulegt: „á hlut-
lægan hátt er vínið gott, en jafnframt eru gæði vínsins mýta.“31
Þetta er hverju orði sannara, en óþarfi að taka það fram.
Frakkar lifa í sínum hugarheimi og þar hefur „hinn göfugi sonur
sólarinnar“, eins og skáldið sagði, tignarlegan sess, en rauðvínið
sem þeir þamba er alveg raunverulegt og veldur alveg raun-
verulegri skorpulifur, ekki vantar það. En getur þetta varpað
nokkru ljósi á umrædda notkun orðsins „mýta“?
Eftir þessa löngu eyðimerkurgöngu fram og aftur um merk-
ingarsvið tveggja orða er hætt við að nokkuð illur grunur fari að
setjast að manni. Orðið „ímyndaður“ er vafalaust frambærileg
þýðing á enska orðinu „imagined“, en það er líka jafngóð, og
sennilega enn betri þýðing á orðinu „imaginary", og til þess kon-
30 ívitnað rit, bls. 74.
31 Ivitnað rit bls. 232. Leturbreytingin er frá Barthes komin.