Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 140
376
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
um í þessum efnum.79 í þeim eddukvæðum sem fjalla um Sigurð
Fáfnisbana kemur fram að konur á borð við Grímhildi, Guðrúnu
og Kostberu klappa eða lesa rúnir og var valkyrjan Sigrdrífa slíkur
meistari í rúnalist að hún kenndi Sigurði ungum. Hjá höfundum
frásagna í óbundnu máli kemur einnig fram að konur búi yfir þekk-
ingu á rúnum, s.s. Þorgerðr, dóttir Egils Skallagrímssonar, Þuríðr í
Grettis sögu, gamla galdrakerlingin Busla í Bósa sögu og loks hin
unga Oddný í Þorsteins þætti uxafóts. Vitnisburður þessara sagna
nýtur stuðnings af allnokkrum áletrunum sem fundist hafa á ólík-
um svæðum. Tvær þeirra eru frá 6. öld, ristar á gripi sem fundust í
jörðu í Þýskalandi,80 aðrar hafa fundist á Norðurlöndum. Þótt
heimildir af þessum toga séu fremur sjaldgæfar, þá eru þær engu að
síður mikilvægar, enda dreifast þær víða: Þær má finna í Noregi (þ.á
m. innan dyra í stafkirkjunni í Borgund), en einnig í Norður-Sví-
þjóð (á steininum í Játtendal81 í Helsingjalandi) og á Gotlandi.S2
Með hliðsjón af þessum áletrunum og athugunum á rituðum
heimildum er óhætt að andmæla þeirri afdráttarlausu staðhæfingu
þýska fræðimannsins Reinhold Bruder að rúnir hafi eingöngu
verið notaðar af körlum.83 I fornum helgisiðum höfðu konur
79 Reyndar er oftar vísað til rúnakunnáttu meðal karla, en þess ber að gæta að það
eru mun færri kvenpersónur í þessum bókmenntum.
80 Sú fyrri er á nælu sem fannst í gröf ungrar stúlku í grafreit í Weingarten í Wúrt-
temberg; hin var skorin í trébút sem fannst í kvenmannsgröf í grafreit í Neu-
dingen/Baar í Svartaskógi; - um þetta efni sjá ítarlega rannsókn K. Duwel,
„Runenritzende Frauen“, Namn och hygd, LXXVII, 1989, bls. 47-54; - varð-
andi áletrunina á nælunni frá Weingarten, sjá athuganir höfundar í: „Le maitre-
des-runes. Essai de détermination ...“, bls. 32.
81 Johan Gustaf Liljegren, Run-Urkunder, Stokkhólmi, 1833, bls. 116 (nr. 1071);
- S. B. F. Jansson, „Ett par hálsingska runstenar“, í Halsingerunor. En hem-
hygdshok, 1951, bls. 5-23; - id., „Runristare“, í Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder, XIV, 1969, dálkur 504; - einnig: F.-X. Dillmann, „Le
maitre-des-runes. Essai de détermination ...“, bls. 32.
82 Sjá grein eftir Thorgunn Snædal, „‘Rodiaud gjorde mig’ - en kvinnlig runristare
pá Gotland“, Gotlandskt Arkiv, LXI, 1989, bls. 99-104 (með samantekt á
þýsku).
83 Reinhold Bruder, Die germanische Frau im Lichte der Runeninschriften und
der antiken Historiographie, Berlín - New York, Walter de Gruyter (Quellen
und Forschungen zur Sprach- und Kulturgeschichte der germanischen Völker.
Neue Folge, LVII), 1974, bls. 17, þar sem er þessi setning: „Die Runenkunst ist
eine mánnliche Kunst.“