Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 125
SKÍRNIR UM RÚNIR í NORRÆNUM FORNBÓKMENNTUM 361
(Niðarósi)42 vera frá því u.þ.b. 1000. Stíllinn á dýrshöfðinu43 sem
er skorið út á keflinu, leturgerðin sem og ritháttur mannsnafnsins
aftan á keflinu (þurkair, þ.e. Þorgeirr)44 styðja öll þessa aldurs-
ákvörðun. Þessir fornleifafundir eru afar mikilvægir í því sam-
hengi sem hér um ræðir, vegna hins nána sambands sem var á
milli Islands og Niðaróss.45 Elstu rúnakeflin sem fundist hafa í
Norður-Evrópu eru þó frá Jótlandi. Við fornleifarannsóknir í
Hedeby (Haithabu) á hinum fræga kaupstað á árunum 1966-1969
fundust þrjú rúnakefli frá öndverðri 9. öld (4. mynd).46
42 Almennt yfirlit um þetta efni er að finna í grein eftir Jan Ragnar Hagland, „Les
découvertes d’inscriptions runiques de Bergen et Trondheim. Marques de pro-
priété, relations commerciales et croyances magico-religieuses", Proxima Thu-
lé, I, 1994, bls. 123-34.
43 Sjá grein Signe Horn Fuglesang, „Woodcarvers - professionals and ama-
teurs - in eleventh-century Trondheim", í David M. Wilson og Marjorie
L. Caygill (ritstj.), Economic aspects of the Viking Age, Lundúnum, British
Museum (Occasional Papers, XXX), 1981, bls. 21-31.
44 Sjá Jan Ragnar Hagland, Runefunna. Ei kjelde til handelshistoria. 2. útg, Þránd-
heimi, Riksantikvaren, Utgravningskontoret for Trondheim (Fortiden i
Trondheim bygrunn: Folkebibliotekstomten. Meddelelser, VIII), 1990, bls. 13;
- id., „Les découvertes d’inscriptions runiques ...“, bls. 123-24.
45 James E. Knirk hefur nýlega bent á sláandi dæmi um samsvörun milli íslenskra
fornrita og rúnaáletrunar frá Þrándheimi: „Runes from Trondheim and a
Stanza by Egill Skalla-Grímsson“, í Heiko Uecker (ritstj.), Studien zum Alt-
germanischen. Festschrift fiir Heinrich Beck, Berlín - New York, Walter de
Gruyter (Ergánzungsbande zum Reallexikon der Germanischen Alter-
tumskunde, XI), 1994, bls. 411-20. Hér er um að ræða tvær fyrstu línurnar í
vísunni sem Egill, samkvæmt höfundi Egils sögu, flutti þegar hann var í Svíþjóð
- Skalat maðr rúnar rísta ... (sbr. supra bls. 356). Á einu keflinu (A142) sem
fannst í Þrándheimi árið 1975 er áletrun sem að mati Knirk hefst á þessum lín-
um: Sá skyli rúnar rísta, er ráða [?] vel kunni;þat verðr mQrgum manni, at. ...
Þar sem keflið fannst í mannvistarlagi frá 1175 til 1225, hallast Knirk að því að
ráða megi af þessari áletrun að: „the first half-stanza in Egils saga represents a
reworking of an older poem“ (sama grein, bls. 419). Finna má nánari umfjöll-
un um skyldleika þessara texta í áðurnefndu verki höfundar: Les runes dans la
littérature norroise.
46 A. Liestol, „Runenstábe aus Haithabu-Hedeby“, Berichte úber die Aus-
grabungen in Haithabu, VI, 1973, bls. 96-119; - E. Moltke, Runerne i Dan-
mark og deres oprindelse, Kaupmannahöfn, Forum, 1976, 436 bls. (hér
bls. 302-305); - id., Runes and Their Origin. Denmark and Elsewhere.
Translated by Peter G. Foote, Kaupmannahöfn, The National Museum of
Denmark, 1985, 556 bls. (hér bls. 368—73).