Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 114
350
FRANgOIS-XAVIER DILLMANN
SKÍRNIR
1. mynd. Rúnabútur fundinn í Viðey. Frá 10.-11. öld? Lengd: 5,3 sm. Teikning:
James E. Knirk.
verið taldar „frá síðari tímum“,4 því að áður en Viðeyjarfundurinn
kom til sögunnar, var elsta þekkta rúnatextann að finna á Valþjófs-
staðahurðinni (2. mynd) sem talin er hafa verið smíðuð um 1200.5
Sú staðreynd að engar íslenskar rúnaáletranir höfðu fundist frá
upphafi landnáms (um 870) fram til öndverðrar 13. aldar, var
4 Sbr. orðalag sem Lucien Musset notar í grundvallarriti sínu um rúnafræði, In-
troduction d la runologie, að hluta samkvæmt athugasemdum Fernand Mossé,
Paris, Aubier-Montaigne (Bibliothéque de philologie germanique, XX), 1965,
468 bls., 20 ljósmyndasíður, teikningar (hér bls. 294).
5 Elsta þekkta áletrunin á íslandi gæti allt eins verið sú sem er á reku úr tré er
fannst á Indriðastöðum í Borgarfirði. Anders Bæksted taldi mögulegt að hún
væri frá 12. öld og byggir þá skoðun á nokkrum rúnafræðilegum forsendum. Sjá
útgáfu hans á íslenskum rúnaáletrunum: Islands runeindskrifter, Kaupmanna-
höfn, Munksgaard (Bibliotheca Arnamagnæana, II), 1942, bls. 210 - en ljóst er
að þetta mat hvílir á veikum grunni. Á hinn bóginn virðist aldursákvörðun á
texta Valþjófsstaðahurðarinnar traustari, enda nýtur hún stuðnings stílfræðiat-
hugana á útskurði hurðarinnar (sbr. A. Bæksted, op. cit., bls. 181 sq.\ - L. Mus-
set, op. cit., bls. 294 og 442). Ekki hefur verið unnt að staðfesta nákvæmlega á
hvaða tíma rúnirnar voru ristar á spýtuna sem fannst á Stóruborg undir Eyja-
fjöllum árið 1985. Talið er að spýtan sé frá því fyrir 1500, sbr. Mjöll Snæsdóttur,
„Ráði sá er kann. Óráðinn rúnatexti frá Stóruborg undir Eyjafjöllum“, Árbók
hins íslenzka fornleifafélags 1988 (1989), bls. 31. Hvað varðar ritstíl úr blýi sem
fannst þar 1971, þá virðist hann vera frá því fyrir 1400, sbr. Þórð Tómasson,
„Þrír þættir. Vaxspjald og vaxstíll frá Stóruborg", Arbók hins íslenzka fornleifa-
félags 1982 (1983), bls. 107.