Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Page 3

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Page 3
 vestfirska TTABLAOIS 3 Útgefandi og ábyrgöar- maður: Árni Sigurösson Fagraholti 12 ísafirði Blaðamenn: Páll Ás- geir Ásgeirsson og Arnar Þ. Árnason Áskriftar- og auglýsingasímar 4011,3100 og 3223 12. árgangur 16. desember 19 86 47. tölublað Efnisyfirlit: Sr. Baldur Vilhelmsson: Hugleiðing á jólum 1986.............. Páll Ásgeirsson: Óskastund. ísfirsk jólasaga.......... Æskulýðssamband vestfírskra safíiaða: Jólasíða yngstu lesendanna........... Rúnar Helgi Vignisson: Bláeygt bam á sundfötum.............. Lorenz Mack: Þegar tré vex frá hjarta manns....... Þýðing og myndskreyting: Herdís Hubner Vísnaþáttur.......................... Umsjón: Jón Einar Haraldsson Myndskreyting: Helgi Jósteinsson Páll Ásgeirsson: Hún er meiri íslendingur en Dani..... Viðtal við Ruth Tryggvason Vemharður Pálsson: Hátíðarmatseðill..................... Ama Gísladóttir: Hjá indíánum í Equador............... Hrafnhildur Schram: Ásgrímur - Bók um einstæðan listamann . Esra Esrason: HátíðarmatseðiU...................... Páll Ásgeirsson: Hver er sínum hnútum kunnugastur..... Heimsókn í Netagerð Vestfjarða Gísli Halldór Halldórsson: Maður brostinna vona................. Ljóð Jón Birgir Pétursson: Á eigin ábyrgð frá fimmtán ára aldri. Viðtal við Jón Sigurðsson Páll Ásgeirsson: Ég hef gutlað við sjó í sextíu ár.... Viðtal við Hjört Bjamason Bjöm Helgason: Annáll ísfírskra íþróttamanna........ Nokkrir Vestfirðingar: Hugleiðingar um árið, sem er að líða. Auk þess bókafréttir o.fl. Bls. .....5 ....7 ... 10 .... 12 .... 15 .... 16 .... 18 ...21 ...23 ...26 ...29 .30 . 33 ...34 ...40 ...44 ...49 Forsíðumyndin okkar í ár er tekin af Herði Kristjánssyni, ljós- myndara. Skíðamennirnir eru Ólafur Sigurðsson, með búnað frá Vélsmiðjunni Þór hf., Bjarni Gunnarsson, útbúinn af Sport- hlöðunni og Anna Svandís Gísladóttir með skíði og búnað frá Einari Guðfinnssyni hf. GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Árið 1986 sem nú kveður senn hefur á margan hátt verið gott ár og gjöfult. Sýnt er að fyrri met í sjávarafla verða slegin þrátt fyrir illviðrasamt haust. Frá sjónarhóli þeirra sem útnesin byggja eru þó ýmsar blikur á lofti. Sjómönnum þykir sér vera þröngur stakkur skorinn í líki kvótakerfisins. Hafa mótmæli gegn því ekki verið áður svo almenn og hávær meðal Vestfirðinga, sem á þessu ári. Er það að vonum því sýnt hefur verið fram á að Vestfirðir hafa borið skarðan hlut frá borði við úthlutun kvóta. Aukinn niðurskurður í landbúnaði hefur einnig komið hárt niður á vestfirskum bændum ekki síður en starfsbræðrum þeirra annars staðar. Ljóst er að Vestfirðingum fer enn fækkandi. Þykir mörgum með réttu sem nú sé nauðsyn sem aldrei fyrr, að snúa bökum saman og gera ein- hverjar gagnráðstafanir aðrar en að semja skýrslur og samþykkja ályktanir um máhð. En ánægjuleg tíðindi hafa einnig verið að gerast sem auka mönnum bjartsýni á framtíð Vestfjarða. Véstfirðingar hafa enn treyst stöðu sína sem for- ystusveit í framleiðslu sérhæfðs búnaðar fyrir sjáv- arútveginn. Ævintýrið sem hófst í Pólnum á ísafirði fyrir nokkrum árum hefur blómstrað í höndum hugvitsmanna og sækir enn á brattann. Árið 1986 hefur nokkuð einkennst af pólitískri baráttu. Fyrst í kosningum til sveitarstjórna á liðnu vori, sem víða höfðu miklar breytingar í för með sér, og síðan aftur á haustmánuðum þegar fram fóru prófkjör vegna Alþingiskosninga að vori. Eldci eru öll kurl komin til grafar í þeim efnum þegar þetta er ritað, en vonandi bera Vestfirðingar gæfu til þess að standa saman í framtíðinni, í stað þess að berast á banaspjótum í pólitískum hjaðn- ingavígum. Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir hljótum vér að falla. Vestfirska fréttablaðið er nú 11 ára gamalt. Á þessu ári verða tölublöðin 48, alls 500 síður. Sem fyrr hefur blaðið sett á oddinn ýmis baráttumál fyrir sterkari stöðu Vestfirðingafjórðungs, og mun gera svo áfram. Fastir starfsmenn hafa verið þeir Páll Ásgeirsson og Amar Þór Ámason. Auk þeirra hafa fyrrum starfsmenn iðulega lagt hönd á plóginn. Nægir að nefna þá Jón Birgi Pétursson og Rúnar Helga Vignisson sem báðir eiga efni í þessu jólablaði. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu velunnarar vorir Gleðileg jól, farsælt nýtt ár. Ritstjóm.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.