Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Qupperneq 7

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Qupperneq 7
 vestlirska TTABLAEIS Páll Ásgeirsson: Óskastund ísfirsk jólasaga Einu sinni á hverju ári umhverfist líf mannanna á jörðinni. Þegar sól er lœgst á lofti og skammdegis- myrkrið herðir tökin á sálarlífi almúgans, þá verða allir snarvitlausir. Fólk steypir sér í skuldir til þess að kaupa gjafir, að því er virðist afeintómri skyldu- rœkni. Gjafirnar eru síðan settar upp í skáp og kross- að við sendandann á listanum. Allt þetta er vegna þess að fyrir tvö þúsund árum var uppi maður sem hélt því fram að mennirnir ættu að vera góðir hver við annan og gera sérfar um að lifa því sem í dag er kallað sultarlífi. Það eru til sérstakar „jóla“ útgáfur af bókstaflega öllum hlutum sem hœgt er að kaupa eða framleiða. Þar á meðal eru jólasögur. Þetta á að vera ein svoleið- is saga þó þú hafir kannski haldið annað lesandi góður. Ég hef ákveðið að sagan skuli gerast á ísa- firði, enda hefég sem höfundur öll völd í hendi mér um það. Þetta er vísvitandi gert til þess að lesandinn kannist við sögusviðið og geti spreytt sig á því að þekkja þá sem til sögunnar verða nefndir. A fínu máli heitir þetta að setja skáldskap í raunverulegt félagslegt samhengi. Einu sinni var lítil stúlka að ganga niður Hafnarstrætið á isafirði. Það var Þorláksmessa og litla stúlkan var á leiðinni niður í búð til þess að kaupa jólagjöf handa mömmu sinni en hún var að verða of sein. Mamma litlu stúlkunnar lá veik á sjúkrahúsi. Ekki á sjúkrahúsinu á ísafirði. Nei, mamma litlu stúlkunnar var miklu veikari en svo. Hún lá og barðist við dauðann á spítala í Reykjavík. Þetta var alveg hræðilega sorglegt alltsaman. Litla stúlkan sem óð slabbið í Hafnarstrætinu þarna á Þor- láksmessunni hét Magga. Hún bjó hjá pabba sínum og afar vondri stjúpu sem hann hafði fengið sér í stað mömmunnar góðu sem nú lá fyrir dauðanum á spítala, eins og ég sagði áðan. Allt eru þetta auðvitað lymskuleg stílbrögð ætluð til þess að hræra upp í tilfinninga- lífi lesenda og knýja þá til með- aumkvunar. Jólasögur lúta nefnilega ákveðnum lögmálum sem hér verða höfð í heiðri eftir bestu getu. Því til staðfestingar er rétt að hamra á því að stjúpan vonda var hreint alveg ótrúlega vond. Hún reifst og skammaðist í Möggu litlu allan guðslangan daginn, bannaði henni að stel- ast í snyrtivörumar og vildi aldrei kaupa handa henni jellí til þess að setja í hárið. Þess- vegna var höfuðið á Möggu litlu alltaf eins og hænurass í vindi. Svo fékk hún heldur aldrei að horfa á bannaðar myndir í vídeóinu. Já lesandi góður, á heildina litið var tilvera Möggu litlu eitt langdregið rölt í gegn- um skuggum hlaðinn táradal. Hún fékk aldrei nammi og var látin bursta í sér tennumar tvisvar á dag. Og það með tannsteinsheftandi tannkremi sem er eins og allir vita bévaður óþverri. En þetta á ekki að vera hroll- vekja heldur jólasaga og því verður ekki skrifað hér meira um tannhirðu unglinga á Vest- fjörðum á ofanverðri tuttugustu öld. Við skulum heldur lesandi góður reyna að halda áfram með söguna. Nú þegar Magga litla hljóp fyrir hornið á bókabúðinni blasti við henni einkennileg sjón. Það var engill að svífa inn til lendingar á gangstéttinni fyrir framan Sporthlöðuna. Engillinn var á lokastefnu þegar Magga kom fyrir hornið og sveif nokkuð tígulega yfir gangstéttinni en misreiknaði sig á síðustu metrunum og hefði eflaust farið inn um búðar- gluggann hjá Jónasi ef hann hefði ekki nauðhemlað á síð- ustu sentimetrunum. Engillinn fór að berja ísingu af vængjun- um og lét sem hann sæi ekki vegfarendur, og það sama gerðu þeir og það er reyndar vafamál að þeir hafi tekið eftir englinum, því eins og allir vita þá sjá menn bara það sem þeir trúa á. Þetta getur ekki verið, hugs- aði Magga. Englar eru ekki til. Mig hlýtur að vera að dreyma. Hún fetaði sig varlega nær englinum og afréð að á- varpa hann. „Ertu virkilega engill“ spurði hún með vantrú í rómnum. Engillinn virti hana fyrir sér með heimsmannslegum leið- indasvip. „Athyglisgáfa þín er með hreinum ólíkindum“ svaraði hann loks. „Já ég er engill.“ „Hvað ertu að gera hérna á Silfurtorginu?" spurði Magga. „Ættirðu ekki frekar að vera að fljúga um og fylgjast með góðu bömunum, eða hvað það nú er sem englar gera?“ Engillinn glotti. „Kosturinn við að vera engill“, sagði hann, „er sá að verksvið engla hafa aldrei verið skilgreind til full- nustu. Englasambandið hefur samþykkt margar og harðar á- lyktanir um nauðsyn þess að skipa englum í stéttir eftir starfsaldri og lágmarksflughæð. En við vitum öll hvar þær til- lögur enda“ sagði hann og dró augað í pung eins og JR gerði stundum þegar hann hafði dottið niður á nýja aðferð til þess að klekkja á Bobby bróður, og sölsa með því Ewing veldið allt undir sig. „Aðalmálið er,“ sagði engill- inn með mæðusvip, „að ég er villtur. Getur þú sagt mér hvar ég er?“ „Sérðu það ekki?“ sagði Magga, þú ert staddur á Silfur- torginu á ísafirði. Hvaða rugl er þetta eiginlega í þér?“ „Jahérna, jahéma“ tautaði engillinn og dró veðraðan kortabunka uppúr brjóstvasan- um á englasamfestingnum og rýndi í hann. „Humm“, sagði hann svo „samkvæmt síðustu leiðbein- ingum frá hinni æðstu flugum- ferðarstjóm hefði ég átt að vera um það bil að lenda í Buenos Aires. Ég verð því miður að drífa mig. Það er byrjað að messa í Maríukirkjunni í Buen- os Aires og ég á að sjá um kraftaverkin. Þakka þér fyrir stúlka litla“ sagði engillinn, „þú færð eina ósk að launum. En aðeins eina. Síjú“ sagði engillinn og stikaði af stað yfir götuna þar sem hann skaust inn í Björnsbúð og fékk sér kókómjólk áður en hann fór í loftið aftur. Fíngerðir væng- broddamir drógust næstum því við götuna og maður í grænni úlpu starði í forundran á eftir honum. Það sama gerði kona í blárri kápu, maður í stígvélum, barn með hor og margir margir fleiri sem ekki verða nefndir hér. Magga litla stóð ein eftir og reyndi eftir megni að átta sig á því sem gerst hafði. „Þetta er ævintýri líkast,“ hugsaði hún. Þetta er nokkuð skarplega athugað því eins og þú hefur áttað þig á kæri lesandi, þá lýtur þessi saga lögmálum hefð- bundinna ævintýra ekki síður en hver önnur jólasaga. En Magga var ekki viss enda hefði þá eflaust heimtað að fá inni í einhverri annarri sögu sem gerðist á suðlægari breiddar- gráðum. En það er eins og allir vita eitt helsta vandamál þeirra sem skrifa sögur, að hafa vald á persónum sínum svo þær fari ekki að fást við einhverja hversdagslega hluti. Þá leiðist lesandanum. Ekki satt? En hvað um það, Magga litla skoppaði aftur af stað í átt að búðinni þar sem hún ætlaði að kaupa jólagjöfina fyrir mömmu sína. Ég ætla ekki að segja í hvaða búð hún ætlaði að versla vegna þess að ég hef svo þrosk- að viðskiptasiðferði og í blaða- útgáfu kemur það að góðu haldi við að greina dulbúnar auglýs- ingar frá ódulbúnum. En þar sem Magga litla hljóp yfir Silfurgötuna varð henni fótaskortur og þessi vesalingur datt kylliflöt í skítugt krapa- slabbið sem lá yfir öllum bæn- um eins og áklæði. Hún renn- blotnaði innúr og það fór vatn ofaní stigvélin hennar. Strákur sem var að bíða eftir strætó á torginu hló að henni. Ekki bætti það úr skák að í sömu svifum renndi sér framhjá bíll sem jós

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.