Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 13
vesttirska 1 B3MM 13 heiminn: Reagan og Gorba- chev ætla að hittast á ÍS- LANDI. Mátti vart á mslli sjá hvort þótti fréttnæmara, fund- arstaðurinn eða fundurinn sjálfur. Ekki furða. Sjálfur heyrði ég fréttina í svæðisútvarpi og tók í fyrstu ekkert mark á henni, hélt að um misheym væri að ræða. Þegar ég kveikti svo á CNN fréttastöðinni nokkru seinna var íslandsfundurinn aðalfrétt- in þar og hélt áfram að vera það næstu tíu dagana. FÓTBOLTA FREKAR EN HEIMSFRÉTTIR Fréttabannið af fundi stór- laxanna tveggja varð til þess að litla ísland fékk að baða sig ríkulega í sviðsljósinu. „Þetta er frábært fyrir ísland“, hafði TIME eftir Hófí. „Þetta er besta landkynning sem við getum fengið.“ — Vissulega fengu ís- lendingar þama fria auglýsingu sem samsvarar margra ára kynningarstarfi íslenskra ferða- málafrömuða. Hins vegar er ekki ólíklegt að landinn ofmeti þessa kynningu, a.m.k. þegar Bandaríkin eru annars vegar. í fyrsta lagi eru Bandaríkja- menn ekki nándar nærri jafn fréttaþyrstir (eða sjúkir) og ís- lendingar. Margt skiptir þá meira máli en hvað forsetinn þeirra er að gera í öðrúm lönd- um, t.d. fótboltaleikirnir sem verið var að sýna á sjónvarps- stöðvunum sunnudaginn sem fundinum lauk. Þá rufu frétta- menn sendingarnar til að segja frá framvindu fundarins með þeim afleiðingum að skömmum rigndi yfir sjónvarpsstöðvarnar. Samkvæmt óformlegri könnun sem Johnny Carson gerði meðal áhorfenda sinna eftir fundinn höfðu fáir fylgst með fréttum af honum. í daglegri umgengni okkar Islendinganna hérna við bandaríska námsmenn verðum við heldur ekki mikið vör við aukna þekkingu þeirra á ís- landi. Kennarar virðast þó hafa fylgst betur með, a.m.k. þeir sem hafa íslenska stúdenta í námskeiðum sínum. I öðru lagi má benda á að langtímaminni þjóða er ekki upp á marga fiska nú um stundir. Flóð upplýsinga er svo geipilegt, ekki síst hér í Banda- ríkjunum, að erfitt er að henda reiður á hvað snýr upp og hvað snýr niður í henni versu. Svo eru einfaldlega sumir sem kæra sig lítt um fræðslu á borð við þá sem stóru sjón- varpsstöðvamar höfðu á boð- stólum, finnst slík landafræði ekki fréttir. Þannig mátti lesa í forystugrein eins borgarblaðs- ins: „Er til of mikils mælst að sjónvarpsstöðvamar fylli frétta- tímana af efni sem skiptir ein- hverju máli? Að útmála þjóð sem ekki endurspeglar banda- ríska lifnaðarhætti sem eitthvert furðufyrirbæri (ef ekki algjört viðrini) ætti ekki að líðast í stað frétta.“ Sem dæmi nefndi leið- arahöfundur frásögn Dan Rathers af forsætisráðherran- um lífvarðalausa í sundi og út- listanir á íslenskum símaskrám. Þetta fannst ritstjóranum ekki koma leiðtogafundinum neitt við og má víst færa það til sanns vegar. Þó þessi umkvörtun lýsi ákveðinni virðingu fyrir sér- kennum þjóðar ljóstrar hún upp vissu áhugaleysi á lifnaðarhátt- um meðal útlendra. Slíkt sinnuleysi virðist landlægt hér, menn láta sér Bandaríkin nægja og fáir hérlendra hafa gert eins víðreist og meðal íslendingur. Skýrir það e.t.v. að hluta af hverju fréttamenn fundu hjá sér hvöt til að fræða landa sína um ísland. En hvað sem öðru líður, þá er ísland komið á kortið og aldrei að vita nema bláhvítrauðir ferðalangar fari að flykkjast vestur á firði fyrr en varir. Þá er bara að standa undir öllu gort- inu. Rúnar Helgi Vignisson Bandaríkjunum. Fundarlok. Teikning úr „The Daily Iowan" eftir Joseph Sharpnack. The Daily lowan/Joseph Sharpnack Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskipti á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. *++++**+ *************************************************** ISkðvsrzlun Uóí *******♦*♦**!♦<*♦♦*♦**♦♦****♦♦*♦*>•<*♦♦**♦♦♦****♦**♦**********♦*** Smábátafélagið Huginn, Isafirði sendir félögum sínum og öðmm landsmönnum jóla- og nýárskveðjur. Þökkum samskiptin á líðandi ári. Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. — Við óskum starfsfólki okkar og viðskiptavin- um gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum viðskiptin á líðandi ári. HAMRABORG HF m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.