Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Qupperneq 27

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Qupperneq 27
 vestíirska TTABLADIS 27 grimi alla tíð. Framan af hafi hann ómeðvitað reynt að vinna sig frá henni, en síðar meðvitað er hann tengir skelfingu bams- ins við þessar náttúruhamfarir að fjórum áratugum liðnum. „Það er ekki fyrr en fjörutíu ár- um síðar, að ég kemst að hinu sanna um þetta áhrifamikla fyrirbæri, sem geymst hefur með mér alla tíð, án þess að mér kæmi til hugar að leita á því skýringar.“ f riti Markúsar Loftssonar er lýsing sjónarvotta á umræddu gosi: „Mökkurinn, sem kom upp úr gígnum, var hvit hitagufa, blönduð litlu einu af hvítblárri gufu, líkt og af brennisteini... sló dökkrauðum bjarma nálega upp á mitt loft.“ Þjóðólfur getur um gosið 13. mars 1878: „...öll hús léku á reiðiskjálfi, svo vatn gekk í smáöldum á íláti... hélst þá enginn hér við inni í bæ, og lík- ast var sem kirkjan ætlaði að hrinja með braki...“ Frásögn séra Guðmundar Jónssonar, Stóruvöllum). Svipar lýsingu Ásgríms á bernskuskynjan hans mjög til þessara frásagna: „En skyndi- lega verður mér litið í norð- austur, og þá sé ég allt í einu, hvar eldglæringum bregður á loft, rauðum feiknstöfum, sem rista dimmt himinhvolfið, og jafnsnemma finn ég jörðina bifast undir fótum mér.“ Einnig virðast frásögn Markúsar Loftssonar liggja til grundvallar eldgosamyndinni frá árinu 1908 (bls. 24). I eldgosamyndum Ás- gríms sjást ævinlega menn og dýr á flótta; í bakgrunni spýr fjallið eldi og brennisteini, en einnig hggja eftir málarann myndir þar sem flóttafólk kem- ur fyrir sjónir áhorfandans án sýnilegra tengsla við eldgos. Myndir þessar bera þó ævinlega heiti sem skírskota til áður- nefndra hamfara. Eldgosamyndir Ásgríms tengjast þjóðsagnamyndum hans efnislega því að flótti er meginþema beggja þessara myndaflokka. í Þjóðsagnabók Ásgríms, sem Menningarsjóður gaf út árið 1959 með formála Einars Ólafs Sveinssonar, valdi Ásgrímur 30 þjóðsögur sem hann myndskreytti með 50 teikningum og vatnslitamynd- um. Af þessum 50 myndum sýnir helmingur samskipti manna og trölla. Þar fara ábúð- armiklar skessur og þursar, en í flestum tilvikum skessur, sem fara með miklum pilsaþyt á eftir mönnum á flótta. Það er aðeins í þessum tveimur myndaflokkum sem háskans gætir í myndlist Ásgríms Jóns- sonar. íslensku tröllin voru náttúru- vættir en ekki landvættir. Svo virðist sem allur þorri trölla- sagna á íslandi séu eldri en siðaskipti, og má þar nefna eina mögnuðustu íslensku tröllasög- una, sem er Bárðarsaga Snæ- fellsáss. Tröllasögur voru í miklum blóma fram á 17. öld, en síðan fer trú manna á þeim að þverra. Þeir eiginleikar sem almenningur virðist hafa tengt við tröllin eru styrkur, heimska, heiðni og trygglyndi, samanber máltækið „tryggur sem tröll." Oft virðist sem sögurnar séu beinlínis sprottnar beint upp úr landslaginu og óttinn hafi mót- að þær. Þetta sýnir Ásgrímur í tröllamyndum sínum, þar sem tröllin spretta út úr landslaginu, og má líta á þau jafnt sem nátt- úrufyrirbæri, fjall eða kletta, og verur. Ásgrímur hleður ekki myndir sínar flóknum táknum á sama hátt og Einar Jónsson, heldur eru þær augljósar og umbúða- lausar og nánast beinar mynd- skreytingar við textann. Ásgrímur verður fyrstur ís- lenskra málara til að byggja á þeim efniviði úr hugarheimi al- þýðunnar sem þjóðsögurnar eru. Auk þess sem enn gekk í munnlegri geymd hafði þjóðin lesið þjóðsögur Jóns Árnasonar í rúm 40 ár er Ásgrímur tók að myndskreyta þessar frásagnir. Einar Jónsson myndhöggvari hafði þegar um aldamótin gert Útlagann, og Dögun fullgerði hann 1906. í Dögun byggir Einar á ljóð- línu úr þjóðsögunni um Nátt- tröllið sem kom á gluggann og kvað „Dagur er í austri, snör mín en snarpa, og dillidó.“ Sögu þessa myndskreytti Ás- grímur árið 1905, og er sú mynd trúlega eitt af þekktari verkum hans, ekki síst þar sem hún birtist í stafrófskveri sem notað var í öllum barnaskólum á fyrstu áratugum aldarinnar. Áhugi þeirra Einars og Ás- gríms á þjóðsögum er engan veginn íslenskt fyrirbæri, held- ur ber að líta svo á að þar séu komin áhrif frá stefnu þeirri sem fram kom í Frakklandi um 1880 og kennd er við symbol- isma (táknhyggju). Stefna þessi á rætur í rómantísku stefnunni, og litu áhangendur hennar svo á að hlutverk listarinnar væri að túlka hugmyndir og hugarfóst- ur sem leyndust á bak við hinn sýnilega heim. Symbolisminn er andóf við natúralismann, og fer áhrifa hans að gæta á Norður- löndum um 1890 og koma m.a. fram í verkum norska málarans Nátttröllið á glugganum. Olíumálverk frá 1905. A IsaQarðarkaupstaður Bæjarstjóm ísafjarðar óskar ísfirðingum gleðilegra jóla og gœfuríks komandi árs og þakkar þeim fyrir árið, sem er að líða. Bæjarstjórinn á ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.