Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Page 31

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Page 31
31 r Magni Guðmundsson og Gunnlaugur Einarsson hafa saumað úr mörgum kílómetr- um af garni. er sinum m gastur Netagerð Vestfjarða Fagranesið og kaðalstiga fyrir vistheimilið í Bræðra- tungu. í Netagerðinni hafa unnið menn af þremur ólíkum þjóðemum samtímis. Græn- lendingar, Indónesar, Eng- lendingar og fleiri. Við göngum síðan á efri hæðina þar sem menn eru önnum kafnir við vinnu sína. Þeir Magni Guðmundsson og Gunnlaugur Einarsson stóðu þar og saumuðu hrað- ar en auga á festi. Rækjutogarinn Hafþór hafði lent í festu og tapað belgnum af trollinu. Þeim leist ekki vel á að leggja í hálfsmánaðartúr án þess að hafa næg veiðarfæri. Því var siglt aftur inn til ísafjarðar og þá kom til kasta neta- gerðarmanna að útvega þeim nýjan belg á trollið. „Helst strax.“ eins og ein- hver sagði. Eftir að hafa spjallað við starfsfólkið og tekið myndir fengum við þá Einar Hreinsson, Magna Guð- mundsson og Gunnlaug Einarsson til þess að setjast með okkur inná kaffistofu og spjalla aðeins um Netagerð- ina og ýmislegt fleira. Umræðurnar hefjast nú reyndar á því hversu mikill sjónarsviptir sé að Pétri Pét- urssyni á Grænagarði. Þeir félagar eru sammála um að það hafi dofnað yfir umræð- um síðan hann hætti að vinna fyrir 6 eða 7 árum síð- an. En áður en þeir geti farið í hár saman yfir því hvað snúi aftur og hvað fram á hjólbörum, sem er víst klass- ískt ágreiningsefni, stillum við til friðar með því að spyrja hvort það hafi verið viðskiptavinir, mennirnir af grænlenska rækjutogaran- um, sem við sáum vera að horfa á neðansjávarmyndina á neðri hæðinni. Magni: „Já, þeir keyptu af Auðvitað er ekki hœgt að setja neitt á blað um Netagerð Vestfjarða án þess að Guðmundur Sveinsson komi þar við sögu. Hér verður ekki farið mörgum orð- um um Guðmund heldur gengið út frá því að flestir þekki hann. Guðmundur settist inn á ritstjórn Vf og við gripum tœkifcerið og báðum hann að segja okkurfrá netagerð á ísafirði áður fyrr. „Hér hefur náttúrulega alltaf verið gert við nœtur“, segir Guðmundur“ en hér var ekkert eiginlegt neta- verkstœði fyrr en Samvinnufélag ísfirðinga er stofnað og Pétur Njarðvík setur upp netaverkstæði í Turnhús- inu í Neðstakaupstað. Ég lœrði netagerð hjá honum. En ég byrjaði nú reyndar 11 ára gamall að sauma síldarnet með föður mínum í einhverjum kofa hérna niðri á Eyri. Þá var svo mikil reknetaveiði í Djúpinu. Árið 1937 kaupir svo Pétur Njarðvík Grœnagarð og seturþar upp netaverkstœði. Hann byrjaði í litlum skúr við verksmiðjuna. Hann byggði svo þurrkhjall sem var í mörg ár notaður þegar verið var að gera við bómullar- nœturnar. Það var á meðan síldarnœtur voru svona nokkurn veginn viðráðanlegar. En um það leyti sem síldin hvarf þá voru nœtumar orðnar óviðráðanlegar fyrir þyngslum og fyrirferð. Það voru fimmtíu nœtur á Grœnagarði þegar síldin hvarf. Þar fóru mikil verð- mœti í súginn. Ég stofnaði sjálfur netaverkstœði fyrst í Hœsta- kaupstaðarbúðinni. Ég varþar uppi á loftinuþangað til við keyptum innfrá 1954. Fyrstu árin var nú ekki mikið að gera. Ég var til dœmis tvö sumur verkstjóri við raflínulagnir hér um firðina. Það var ekkert að gera í netunum, engin síld. Svo fór þetta að aukast upp úr 1960 og þá stœkkuðum við húsið á Grœnagarði. Síðan hefur verið stœkkað af og til. Þetta dugar þó varla. Það er orðið svo mikið að gera í rœkjunótunum og þetta eru mjög stór og fyrirferðar- mikil troll. Við höfum sett upp bœði fyrir Hafþór og Júlíus og vorum að enda við að setja upp nót fyrir Frera, sem Ögurvík gerir út og œtlar að senda á djúp- rœkju. Nú gerum við ekki við neinar síldar- eða loðnunœt- ur. Efþað œtti að vera hœgt þyrfti að byggja nýtt hús og fá ný tœki. Þœr eru orðnar svo gífurlega stórar þessar nœtur. Það eru rœkjubátarnir og togararnir sem eru okkar viðskiptavinir, og svo höfum við haft geysilega mikið að gera í flotvörpunum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.