Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Qupperneq 44

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Qupperneq 44
44 ! vestíirska 1 Máltækið segir: Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga Það á vel við um þessi jól, því nú verðum við með hinar ýmsu jólasteikur á góðu verði. í nægtarbrunni HN-búðarinnar verður m. a.: Auk þess erum við með mikið úrval af frönskum kartöflum, frosnu grænmeti og öllu því öðru, sem gerir jólamatinn að jólamat Fyrir Þorláksmessu bjóðum við að sjálfsögðu kæsta skötu og vestfirskan hnoðmör SUNDSTR/ETI 34*4013 Sérverslun með kjöt og fisk Ferskfiskútflutningur Önnumst útflutning á ferskum fiski í gámum, til Bretlands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Vestur-Þýzkalands, Danmerkur og nú síðast til Spánar. Við leitum allra leiða til að halda innlendum og erlendum sölu- kostnaði niðri. Sandfell hf. sér um og semur um fjármögnun á fiskkössum og fiskikerjum. Erum í stöðugu sanibandi við stærstu ferskfiskmarkaði Evrópu. Leitið upplýsinga. Hafið samband við Ólaf eða Gísla Jón í síma 4443. Eflum vestfirzkan útflutning. Ái\ ÍSFANG ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA SUÐURGATA 400 ÍSAFJÖRÐUR PÓSTHÓLF 111 SÍMAR: 94-4443 & 94-3500 TELEX: 2061 SANDIS IS TELEFAX: 94-4468 London lamb Lambahryggir, léttreyktir Hangilæri, heil Hangilæri, úrbeinuð Hangiframpartar, heilir Hangiframpartar, úrbeinaðir Hreinsuð lambasvið Allt svínakjöt Allt dilkakjöt Allt nautakjöt Rjúpur Endur Aligæsir Kjúklingar Spægipylsa, síld o. fl. á kalda borðið Árið 1986 hefur verið íþróttalífi hér á ísafirði nokkuð hagstætt. Góður árangur hefur náðst í nokkrum greinum, þá meira en góður, alveg frábær, en svona þokkalegur í öðrum eins og gengur, þátttaka í íþróttum hefur verið góð, mið- að við að ekki er hægt hér á ísafirði að iðka allar þær í- þróttagreinar eru stundaðar eru annars staðar þar sem betri íþróttaaðstaða er og munar mestu að hér vantar stórt íþróttahús eins og er komið í allflesta kaupstaði landsins en eins og flestir vita þá gefur stórt íþróttahús mikla möguleika fyrir allflesta að finna eitthvað við sitt hæfi sem þar er hægt að iðka. Hér á ísafirði eru eftirtaldar íþróttir stundaðar sem keppnis- íþróttir, skíði, sund, knatt- spyrna, golf og körfubolti. Undirritaður er hefur umsjón með þessum íþróttaannál Vest- firska fréttablaðsins ætlar að spjalla við nokkra forustumenn í íþróttastarfsemi hér á ísafirði. En þeir eru Óli Þór Gunn- laugsson, þjálfari Sunddeildar Vestra, Gylfi Guðmundsson formaður Skíðaráðs ísafjarðar, Jens Kristmannsson formaður K.R.Í., Samúel Einarsson for- maður Golfklúbbs ísafjarðar og Guðjón Þorsteinsson formaður og þjálfari Körfuboltafélags ísafjarðar. Eins og sést á þessu spjalli við íþróttaforystumenn þá er ýmis- legt sem vantar, þó margt hafi áunnist og sé vel gert í íþróttum og íþróttafólki til framdráttar. ÍÞRÓTTIR — ÍÞRÓTTAAÐ- STAÐA Mig langar að fara nokkrum orðum um íþróttir og íþrótta- aðstöðu, þetta tengist jú víst hvort öðru og margir segja, að því betri íþróttaaðstaða því betri íþróttaárangur. Þetta er sennilega að mestu leyti rétt, en er þó ekki algilt og mætti nefna dæmi því til sönnunar. Góður árangur í íþróttum hér á ísafirði miðað við landsmælikvarða hefur náðst í nokkrum íþrótta- greinum. Má þar nefna skíða- íþróttina, en ísfirðingar hafa nú í nokkur ár átt mjög öflugu skíðaliði á að skipa og er það ekki síst að þakka góðu ung- lingastarfi Skíðaráðs ísafjarðar í mörg ár. Þá eigum við eitt af bestu sundliðum á landinu og hefur ísfirskt sundfólk sett mikinn svip á íþróttalíf hér á ísafirði undanfarin 2 —3 ár. Knattspyrna hér hefur verið mjög sveiflukennd undanfarin ár hvað árangri viðkemur. Eitt árið næst góður árangur en síð- an mun slakar það næsta. Ég held að ástæðan sé ekki nógu öflugt unglingastarf, þó svo að knattspymuráð sé að reyna að halda uppi unglingastarfi og hafi gert margt gott þar undan- farin ár, þá vantar miklu mark- vissari stefnu þar en verið hefur þegar komið er öflugt ung- lingastarf vel skipulagt þá skilar árangur sér nokkuð fljótt, sam- anber sundlið og skíðalið okkar. Golf er vaxandi íþrótt hér á ísafirði og er það vel, það er svo sannarlega íþrótt fyrir alla og útiveran, hreyfingin og félags- skapurinn sem golfíþróttin býður upp á öllum til góðs. Handknattleikur var lítillega stundaður en þó tekið þátt í bikarkeppni með þokkalegum árangri og var sett saman lið af ísfirðingum og Bolvíkingum og æft í Bolungarvík. Badminton er allnokkuð stund- að hér á ísafirði, þá er nokkur hópur ísfirðinga sem spilar badminton í Bolungarvík við betri aðstæður en hægt er að gera hér. Blak hefur lengi verið nokkuð stundað og eru blaktímar hér bæði kvenna og karla og fyrir nokkrum árum tóku ísfirðingar þátt í íslandsmóti öldunga (30 ára og eldri) með ágætum ár- angri. Leikfimi karla og kvenna er nokkuð vinsæl og alltaf fjöl- mennt í þeim tímum og ekkert endilega verið að spá í árangur nema þá helst keppni við svo- kölluð aukakíló. Ég held að ég hafi nefnt þær íþróttagreinar sem eru með skipulegar æfingar þó mismun- andi sé hve mikið er æft. ÍÞRÓTTAAÐSTAÐA Mig langar að fara nokkrum orðum um íþróttaaðstöðu hér á ísafirði, enda tel ég mig vera nokkuð kunnugan hvemig þeim málum er háttað. Það segir kannski nokkuð,þessi upptalning mín hér að framan varðandi þær íþróttir sem stundaðar eru hér og árangur í þeim. Skíðasvæðið okkar er með því besta á landinu, bæði fallegt og gott skíðaland, en það þarf vissulega að búa það betri tækjum, fjölga lyftum, bæta lýsingu. Ánægjulegt er það að bæjarstjórn hefur samþykkt að ráða sérfræðing til að gera skipulagstillögur af svæðinu og vonandi síðan að vinna eftir þeim, en það er dýrt að byggja upp skíðasvæði og reka það og það er lítil sanngimi þegar fólk

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.