Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Side 49

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Side 49
Litið um öxl á aðventu 1986 49 Hugleiðingar nokkurra Vestfirðinga um árið sem er að líða Stefán Gíslason, Hólmavík Árið 1986 er senn á enda. Við slík tímamót staldra menn gjarnan við og láta hugann líða yfir atburði síðustu mánuða. í þeirri upprifjun kennir ævin- lega margra grasa, og jafnvel þeir, sem þykjast lifa tilbreyt- ingarsnauðu lífi, rekast þar á ýmislegt eftirminnilegt. En hvað skyldi koma fyrst í hug- ann? í júní 1986 vaknaði nýstárleg hugmynd á Hólmavík. Erfitt er að staðsetja þann atburð eða tímasetja, en einhvern daginn varpaði einhver fram þeirri spurningu hvort ekki væri hægt að halda útihátíð á Skeljavík- urgrundum um verslunar- mannahelgina. Þar með rúllaði boltinn af stað, lítill í fyrstu, en á næstu vikum hlóð hann utan á sig á allar hliðar og stækkaði örar en nokkurn óraði fyrir. Fundir voru haldnir. Þar var m.a. rætt um hugsanlegan á- góða og hugsanlegt tap af há- tíðinni. Ágóðinn átti að renna til byggingar félagsheimilis á Hólmavík, en tapið — það hlaut að bjargast einhvern veg- inn. En hvað þurfti að gera til að gera þessa hátíð að veru- Litið um öxl á aðventu 1986 leika? Það var erfið spurning og algilt svar vandfundið. Þó var ljóst að nú varð að hreinsa væntanlegt hátíðasvæði og ekki mátti draga lengi að auglýsa hvað til stóð. Hreinsunin á Skeljavíkur- grundum hófst einn laugar- dagsmorgun seint í júní. Þarna hefði mátt taka til hendi nokkr- um árum fyrr, en eftir vasklega framgöngu nokkurra dugnað- arforka hafði fjaran og grund- irnar í Skeljavík tekið ótrúleg- um stakkaskiptum. Uppþom- aðir þanghaugarnir í fjörunni höfðu méira að segja verið rak- aðir saman og fjarlægðir. En hvað svo? Ekki var hægt að bjóða 500 manns að dansa við undirleik norðanbárunnar á berum grundunum — þótt hreinar væru. Nei, hér þurfti að smíða danspall, ráða skemmti- krafta og sitthvað fleira. Það tók stuttan tíma að út- vega skemmtikrafta. Reyndar komust færri að en vildu. Þar með var líka of seint að snúa við. Á þessu stigi hefur líklega einhverjum forsvarsmanni há- tíðarinnar liðið eins og byrj- anda í skíðastökki, sem er allt í einu kominn niður í miðja braut á háum palli og uppgötvar að hann getur ekki snúið við. Eina vonin er að leggja allt sitt í stökkið. Þannig og aðeins þannig getur hann komist hjá slysi. Áfram hélt vinnan. Dans- pallurinn reis, raflagnir voru grafnar í jörðu, vatnsleiðslur sömuleiðis, gömlum skúr var breytt í fyrirtaks hreinlætisað- stöðu, rotþrær voru byggðar, söluskálar risu, ráðist var í vegagerð og svo mætti lengi telja. Enginn hafði séð fyrir hversu gífurlega vinnu þurfti að leggja af mörkum. En þetta varð að vera tilbúið nógu snemma. Sumir lögðu nótt við dag„ aðrir gerðu lítið, sumir ekki neitt. Verslunarmannahelgin nálg- aðist með ógnarhraða. Undir- búningur svæðisins var á loka- stigi, en þar með var ekki allt búið. Hátíðin hlaut að standa og falla með því að nóg yrði af starfsliði þegar á hólminn væri komið. Einhver varð að selja inn, einhver að selja veitingar og öryggisgæslan varð að vera í lagi. En hvað þurfti marga ör- yggisverði? Voru 10 nóg, eða þurfti kannski 100? Hvað yrðu gestimir margir? Kannski 500 eða jafnvel 5000? Síðustu dag- ana var mikið um spurningar en lítið um svör. Og hvert svar vakti nýjar spurningar. Fyrr en varði var föstudagur- inn 1. ágúst runninn upp bjartur og fagur, en ískaldur. Stökkið var hafið. Seinni part dagsins tók fólk að streyma að — hlæjandi ungt fólk í bílum af öllum stærðum og gerðum frá öllum landshornum. Þó voru á- berandi flestir af Vestfjörðum. Um síðir hófst fyrsti dansleikur hátíðarinnar. Hvemig skyldi þetta allt saman fara? Nóttin var köld, hiti um frostmark. Undir morgun færð- ist ró yfir hátíðargesti. Engin alvarleg óhöpp höfðu orðið inni á hátíðarsvæðinu, en eitt bílslys í grenndinni. Þetta virtist ætla að blessast. Laugardagurinn leið, laugar- dagskvöldið, nóttin, sunnudag- urinn. Flest gekk samkvæmt björtustu vonum og fjöldi gesta nálgaðist 1400. Líklega yrði ekki tap á fyrirtækinu. Síðasta nóttin heilsaði með svartaþoku. Þetta var að verða búið. Gestirnir virtust ánægðir og taugar forsvarsmannanna tóku að róast. „Skeljavík 86“ var orðin að veruleika og heyrði senn fortíðinni til. Þetta hafði tekist. I gegnum þokuna mátti heyra, alla leið til Hólmavíkur, síðustu ómana af tónlist Bítla- vinafélagsins: „Ég er alveg orðlaus....“ Stefán Gíslason. Sigurður Viggósson, Patreksfirði Ef litið er yfir líðandi ár eru helst þrjú atriði sem koma upp í hugann. Fyrst er að nefna fund leið- toga stórveldanna í Reykjavík nú í haust. Þó lítið virðist hafa gengið í átt til afvopnunar og varanlegri friðar, er að búast við að árangur fundarins eigi eftir að koma í ljós á næstu misserum og árum. Það sem helst ein- kenndi fundinn út á við, var hið nýja andlit leiðtoga Sovetríkj- anna sem birtist í fjölmiðlum. Hingað til hefur hið lokaða þjóðfélag hans verið litið horn- auga af vesturlandabúum. En þessi nýja hlið gefur okkur hugmynd um þá viðhorfsbreyt- ingu leiðtogans, að vinna sínu máli fylgi á opinn „vestrænan“ hátt meðal vestræns almenn- ings. Um leið opnar hún augu okkar fyrir því að gamla góða bamstrúin, á allt það góða í vestri og hið illa í austri, er horfin. Vissar efasemdir koma fram í hugann um fullkomleika hins „vestræna" og þá sérstaklega þegar svo virðist sem stífni og íhaldssemi einkenni afstöðu leiðtoga Bandaríkjanna en létt- leiki og lipurð leiðtoga Sovét- ríkjanna. Ný viðhorf eru að skapast og ef ekki verður sýnt fram á raunhæfar aðgerðir vesturveld- anna í afvopnunarmálum og takmörkun vígbúnaðar, er ekki að vænta annars en að þau tapi endanlega í áróðursstríðinu. í öðru lagi hefur þetta ár, svo og það síðasta fært íslensku þjóðinni vissu um að það markvissa átak gegn verðbólg- unni, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið að, er að skila ár- angri og um leið skapast mögu- leiki að vinna sig út úr efna- hagsvandanum. Nú hafa skap- ast nýir möguleikar fyrir efna- hagslífið að þróast við eðlilegri aðstæður, þó þjóðin verði áfram að halda vöku sinni. Viss bjart- sýni ríkir í þessu efni og er nauðsynlegt að ekki verði gefið eftir á þessu sviði og ber vissu- lega að meta störf þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum við lausn þessa vanda. Þriðja atriðið snertir mig persónulega en það var að ég tók að mér oddvitastarf í sveit- arfélagi mínu, Patrekshreppi, eftir síðustu sveitarstjórnar- kosningar. Sagt er að vandi fylgi vegsemd hverri og víst er að framundan er mikil vinna á þessu sviði félagsmála. Á tím- um samdráttar og vissrar nið- urlægingar í hinum dreifðari byggðum eru verkefnin fjöl- mörg og sum nær óleysanleg, en til þess eru vandamálin að tak- ast á við þau. Brottflutningur fólks úr fjórðungnum í átt til þéttbýlissvæðis á suðvestur- horninu hvílir þungt á flestum sveitarstjómarmönnum. Það er íhugunarefni hverjum íslend- ingi, hvar sem hann býr á land- inu, hve langt og lengi má gan- ga í að herða svo að lands- byggðinni að sjávarþorpin og landbúnaðarsvæðin sem fram- leiða meginhluta matvæla landsins leggist í auðn. Fram- leiðsla þessara greina er í senn gjaldeyrisskapandi og gjaldeyr- issparandi. Víst er að óheft markaðshyggja leiðir aðeins til stundarhagnaðar fárra þjóðfé- lagsþegna, en ófarnaðar fyrir heildina sé til lengri tíma litið. Patreksfirði l.des. 1986 Sigurður Viggósson Patreksfirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.