Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Síða 53

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Síða 53
 vestíirska TTABLADID Litið um öxl á aðventu 1986 Jóhanna Ásgeirs- dóttir, ísafirði Það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er yfir at- burði þessa árs. Auðvitað hafa átt sér stað margir athyglisverð- ir atburðir og ekki heiglum hent að taka einn fram yfir annan. Oft vill það verða svo að það sem rifjast fyrst upp eru þeir atburðir sem hvað mest hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Núna upp á síðkastið hafa verið að gerast hér á Islandi heldur óskemmtilegir hlutir og væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla að tíunda þá hér, svo rækilega sem fjölmiðlar hafa kynnt okkur þá. Allt í einu virt- ist útlandið færast okkur nær þegar skemmdarverk voru unnin á eignum Hvals. Hélt ég helst að 1. apríl væri runninn upp öðru sinni þetta ár en komst að því að þessar reyfara- kenndu fréttir voru sannar. Hvað er að gerast? Er tími hryðjuverka að renna upp á ís- landi? Vonandi fáum við ekki meira að heyra af slíku. Ofarlega í huga mér er frið- arfundur herranna úr austri og vestri, sem haldinn var hér á ís- landi nú fyrir skömmu. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fundinn. Augu alheimsins beindust að okkur íslendingum. Hingað streymdu fréttamenn alls staðar að úr heiminum og varð uppi fótur og fit þegar ljóst var að hér voru hvorki nóg gistirými né nógu margir leigubílar. íslend- ingar brugðust fljótt og vel við og allt fór þetta friðsamlega fram. Árangurinn varð ef til vill ekki eins mikill og margir höfðu vonað og hrædd er ég um að margur friðarsinninn hafi ekki verið eins glaður og bjartsýnn í lok fundarins og hann var í upphafi hans. Fullvíst þykir mér að leiðtogafundurinn hafi verið mikil landkynning hvað sem öðru líður. Þar sem ég er farin að tala um landkynningu verð ég að minn- ast á aðra sem þessari er alls ólík. í vor sem leið tóku íslénsku handboltamennirnir okkar þátt í heimsmeistarakeppninni í Sviss og stóðu sig með miklum ágætum. Þessa dagana eru svo ungir íslenskir skákmenn að tefla á Ólympíuskákmóti og þykir mér gaman að heyra að íslendingar skuli hafa á að skipa svo mörgum efnilegum skákmönnum sem raun ber vitni. Hafa þeir staðið sig mjög vel þó ekki séu þeir í einu af efstu sætunum. Hér á ísafirði hefur líka mikil uppbygging verið á íþróttasvið- inu. Ungmenni okkar hafa staðið í fremstu röð á hinum ýmsu mótum og vildi ég að við sæjum sóma okkar í að standa vörð um æsku staðarins. Það gerum við ekki síst með því að byggja skólana vel upp. Hér hafa orðið miklar breyt- ingar í skólamálum að undan- förnu. Á síðastliðnu hausti var tekin í notkun ný viðbygging milli tveggja húsa Grunnskólans. Ennfremur voru umtalsverðar breytingar gerðar á gamla hús- Gleðilega jólahátíð, þökkum viðskiptin á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. EFNALAUGIN Fjarðarstræti 16, 400 ísafirði Sími 4670 Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar. ^ '/ Þökkum samstarf og viðskipti á líðandi ári. ,\ 1 U Snæfell hf., Flateyri Gleðilega jólahátíð, þökkum við- skipti á líðandi ári og óskum farsældar og friðar á því nýja. Rakarasfofa Villi Valli og Sammi Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarf og viðskipti á líðandi ári. RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR v !»»• »«• Allsherjarlausn að versla í , Blómabúðinni -Jrfejr/hn tta 'IÓÓ/c>inr70té>CyO 53 næðinu. Þessar breytingar eru til bóta en mikið má ef duga skal. Síðastliðið haust leit ekki vel út með kennararáðningar en leystust þau mál farsællega í lokin. Vonandi látum við nú ekki mikið lengur spyrjast um okkur að aðbúnaði skólans sé um að kenna þegar næst birtast niðurstöður samræmdra prófa. Mikið hef ég velt fyrir mér þeim verðkönnunum sem gerð- ar hafa verið á þessu ári. Þar kom í ljós að snemma á árinu voru hinar ýmsu vörur tiltölu- lega dýrari hér á ísafirði en annars staðar á landinu. Ætla hefði mátt að þessu yrði kippt í lag eins fljótt og vel og kostur væri. Ekki varð sú raunin á heldur varð bilið breiðara og þarf haldbærari skýringu en þá, að hér sé um flutningskostnað að ræða, til að hægt sé að gera sér hana að góðu. Það hlýtur að vera leið til að breyta þessu svo íbúar hér sjái sér fært að vera hér áfram. Þar sem nú líður að hátíð ljóss og gleði vil ég óska Vest- firðingum gleðilegra jóla og velfamaðar á nýju ári. Jóhanna Ásgeirsdóttir : ; ■» ; uia a II4LLDÓRE. SKílJRÐSSOV rekur minnlngar sínar öm OO ÖriLYGUri BILIN Á AÐ BRÚA Halldór E. Slgurðsson rekur minnlngar sínar síðara blndl Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út síðara bindi endur- minninga Halldórs E. Sigurðssonar fyrrum ráðherra sem Andrés Kristjánsson bjó til prentunar. Halldór E. Sigurðsson var ráð- herra í sjö ár og alþingismaður í aldarfjórðung á áratugunum eftir miðja þessa öld sem báru Islend- inga eins og straumþung elfur inn í nýjan tíma með nýjum lífsháttum, stórbrotnum framförum og stakka- skiptum á atvinnuvegum og menn- ingu. Á þessu tímabili hefur þjóðin helgað sér landgrunnið, byggt og ræktað í sveitum og bæjum, gert hringveg um landið og lyft Grettis- taki til varanlegrar vegagerðar. Af þessu öllu er mikil saga sem ekki hefur verið sögð nema að litlu leyti enn. Þegar Halldór heldur áfram að rekja æviminningar sínar í þessari bók, víkur hann sögu sinni að þessu tímabili. Að sjálfsögðu greinir hann öðru fremur frá þeim mál- efnum, sem hann átti hlut að sjálfur á Alþingi og í ríkisstjóm, en segir líka sitt álit á fjölmörgum öðrum stórmálum, átakaviðburðum og framvindunni í þjóðmálum. Frásögnina kryddar hann oft með hnyttnum gamansögum, sem hann er svo ríkur af, og fylgir jafn- an nokkur alvara. Bókin er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar og bundin hjá Amarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.