Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Síða 54

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1986, Síða 54
54 ■5 vestlírska TTABLASID Litið um öxl á aðventu 1986 Skarphéðinn Ólafsson, Reykjanesi Óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum samstarf á liðnu ári. IfPfeB SJÓMANNASTOFAN Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla, árs og friðar. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Hárgreiðslustofa Önnu Rósu • 12” dagsbirtumynd, fjarlægðarsvið 3/8 sjóm. tii 48/96 sjóm. • Sjálfvirk stliling á sjó og regnendurvarpi, truflanafilter og stækkun á daufum merkj- um. • Innbyggð gyro stilling, val á skipsstefnu, kompásstefnu eða noróri upp. • Myndin færanleg allt að 70% úr miðju í allar áttir. • Crystalstýrðir fjarlægóarhringir, mælihringur og rafeindamiðunarlína. • Töluaflestur á fjarlægð, stefnumióun og áttavita. • Tölvuplott á allt að 10 skipum, hraða- og stefnuvektor og töluaflestur á fjarlægð, stefnu og hraða. • Tækið gengur beint á riðstraum. Eftirtalin skip eru búin KH 1600 ratsjá: FISKISKIP: Akureyrin Aðalvík Björgvin Björgúifur Börkur Drangey Guöbjörg Gyllir Hegranes Ljósafell Skafti Skipaskagi Snæfell FLUTNINGA- SKIP: Álafoss Dettifoss Eyrarfoss Goðafoss írafoss Mánafoss Ljósafoss Skeíðsfoss Stuðlafoss Urriðafoss Goðínn Hekla Skaftá Selá Stýrimanna- skólinn Leitið upplýsinga. R. Sigmundsson hf. Tryggvagötu 8-101 Reykjavík - Símar 12238 og 12260 Við ísafjarðardjúp er yndis- legt að vera og segi ég þar sögu flestra sem þar búa. Ýmislegt getur valdið því, að minnisstæðast verður í hugum fólks, hversu hart verður og er, í framgangi ríkisvaldsins í eyð- ingu byggðar, varðandi fram- leiðslu afurða. Hér á þessu svæði skiptir það öllu máli að fá að framleiða, þó þannig, að hægt sé að framfleyta bömum og búi. Þar sem skrifari þessarar greinar hefur að aðalstarfi skólastjórn í Héraðs- og Grunnskólanum í Reykjanesi við ísafjarðardjúp mun hann tileinka honum mest sín áhuga- mál. Fræðslustarf er mjög mikil- vægt starf og leggur hornstein í æviskeið hvers einstaklings á hans skólagöngu. Uppbygging í Reykjanesi var hugsuð til að Djúpmenn gætu staðið jafnfæt- is í skólamálum öðrum í land- inu og var hvergi til sparað. Þeir brautryðjendur sem komu helst við sögu í upphafi voru stór- huga og tel ég að við sem tókum við viljum gera slíkt hið sama. Nú í dag eru þessi mál í járn- um, þar á ég við vegna byggðar, en áhugi minn fyrir að skólinn megi dafna og verða voldugur, er að hann fái nýtt hlutverk til að auka menntun í því sem uppgang hefur, og þar vil ég nefna fiskeldi númer eitt og garðyrkju númer tvö, vegna þess að hér í Reykjanesi er mikill jarðhiti sem mundi spara gríðarmikið allan kostnað. Nú þegar hefur verið stofn- sett í einkaeign tilraunastöð um fiskeldi hér í Reykjanesi „Lax- eldisstöðin í Hveravík.“ Það sem búið er að gera er upp- bygging 770 fermetra báru- járnshúss með sex kerjum sem sjó er dælt í og heitu vatni til að halda kjörhita. Hefur þetta gengið mjög vel, þó ekki sé það enn farið að skila arði, enda aðeins tæp tvö ár síðan fyrstu sumaröldu laxaseiðin komu í stöðina. Eigendur stöðvarinnar eru þrír, þar af tveir heima- menn, og eru ekkert á þeim buxunum að gefast upp ef þeir fá skilning þeirra sem lán veita, til að sjá tilraunina bera sig. Skólahald er á undanhaldi í þeim gamla stíl í Héraðsskól- anum í Reykjanesi. Þó að breytingar séu í sjónmáli eru þær ekki veruleiki. Nemenda- fjöldi hefur breyst frá 1982, þá voru við nám í skólanum 30 nemendur en vorið 1986 voru þeir 70, en er á niðurleið aftur ef eitthvað nýtt kemur ekki til að mæta kröfum tímans í atvinnu- lífi sem krefst menntunar og sérþekkingar. Nú hillir undir, að sögn hæstvirts menntamálaráðherra, að þeir sem vilja dvelja í Reykjanesi, hvort heldur nem- endur eða sumarhótelgestir, fái að sjá endurreisn sundlaugar- innar sem er lengsta laug landsins 50,4 metrar ásamt heitum pottum og gufubaði. Upphafið að byggð í Reykja- nesi er talið vera saltsuðan sem fram fór árin 1773 — 1793 við góðan orðstír fyrst í stað. Sundkennsla er það næsta sem getið er um, varðandi starfsemi í Reykjanesi og var hún búin að vera í nærri heila öld áður en almenn kennsla hófst 1934. Þannig að þeir sem muna tímana tvenna minnast þess að í Reykjanesi var sund- kennslan aðal starfsemi og við sem erum hér í dag erum á sama máli að sundkennslan skipi eitt af efstu sætunum í starfsemi greinunum. Að lokum vil ég bjóða Djúp- mönnum og öðrum lands- mönnum gleðilega jólahátíð og gæfuríkt komandi ár. Lifið heil. Reykjanesi, 22. nóv. 1986. Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri. Óskum viðskiptavinum okkar og starfsfólki gleðilegra jóla árs og friðar. Þökkum samstarfið og viðskiptin á árinultt) sem er að líða. rAr- r FRABÆR Mánagötu 1 Póstur & sími Verkamenn óskast Óskum eftir að ráða verkamenn nú þegar í jarðsímadeild. Upplýsingar veitir verkstjóri í símum 3999 og 4253. Póstur & sími

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.