Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 10
SKAGFIRÐINGABÓK
Áður en lengra er haldið að segja frá Skafta, þykir hlýða að
greina frá foreldum hans og ættum að þeim, því að mörgum
kippir í kynið.
II. Foreldrar Skafta og œtt þeirra
Foreldrar Skafta frá Nöf hétu Stefán Pétursson, fæddur 23. maí
1865, og Dýrleif Einarsdóttir, fædd 28. júní 1870. Foreldrar
Stefáns voru Pétur Guðmundsson (1835-1876), bóndi í Brekku-
koti í Óslandshlíð, og kona hans, Hólmfríður Jónsdóttir (1838-
1884), bónda á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar Péturs í
Brekkukoti voru Guðmundur Guðmundsson (um 1805-1874)
bóndi í Teigi í Óslandshlíð, og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir
(1809—1885), alsystir séra Ólafs stúdents, sem var kunnur mað-
ur á sinni tíð. Að Stefáni Péturssyni stóð vandað og dugmikið
fólk.
Dýrleif Einarsdóttir fæddist á Kletti í Reykholtsdal í Borg-
arfjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson (1828-1899),
bóndi á Kletti, og kona hans, Þórdís (1832-1908), dóttir Jóns
Jónassonar (1798-1841), bónda í Vík í Héðinsfirði. Jónas Jóns-
son (1773-1861), faðir Víkurbónda, var prestur í Nesi og Höfða,
en síðast í Reykholti í Borgarfirði. Fyrri kona hans, og móðir
Jóns í Vík, var Sigríður Jónsdóttir (d. 1798), prests í Garði, Sig-
urðssonar. Af séra Jónasi er komið margt atgervisfólk. Fyrr á tíð
var Þórður dómstjóri, sonur hans, kunnastur þeirra ættmanna.
Einar á Kletti var hraustmenni og listasmiður; sama mátti
segja um frændur hans marga. Foreldrar hans voru Jón Kristj-
ánsson, hreppstjóri á Kjalvararstöðum, og kona hans, Kristín,
dóttir hins mikla ættföður Einars Þórólfssonar í Kalmans-
tungu, sem var annálað hraustmenni og dugnaðarþjarkur og
raddmaður svo mikill að undrum sætti. Margir nafnkunnir
hreystimenn, smiðir og listamenn á ýmsa grein, eru frá Einari
komnir. Má hér nefna hina kunnu athafnamenn og skipstjóra,
bræðurna Þorstein Þorsteinsson í Þórshamri og Halldór í Há-
8