Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 12
SKAGFIRÐINGABÓK
teigi. Þriðji bróðirinn var séra Bjarni tónskáld á Siglufirði, sem
þjóðin stendur í mikilli þakklætisskuld við fyrir söfnun ís-
lenzku þjóðlaganna. Móðir þeirra bræðra var sonardóttir Einars
í Kalmanstungu. Enn má nefna bræðurna Sigvalda Kaldalóns,
lækni og tónskáld, Eggert söngvara og Guðmund Aðalstein,
glímukappann mikla, sem líka var þekktur söngmaður og bók-
menntaunnandi. Þeir voru synir Stefáns Egilssonar múrara í
Reykjavík og konu hans, Sesselju ljósmóður, Sigvaldadóttur
smiðs í Sólheimatungu, en hann var sonur Einars Þórólfssonar í
Kalmanstungu. Albróðir Dýrleifar Einarsdóttur frá Kletti var
Bjarni, skipasmiður á Akureyri.
Má af því ráða, sem hér hefur verið sagt, að Dýrleif Ein-
arsdóttir var mikilhæfra manna, og sjálf reyndist hún enginn
aukvisi.
III. Uppvöxtur Dýrleifar, móður Skafta
Þórdís og Einar á Kletti eignuðust nokkur börn. Misklíð kom
upp milli þeirra og endaði með skilnaði. Þórdís hélt aftur norð-
ur til átthaganna 1879 og hafði aðeins næstyngsta barnið með
sér, Dýrleifu, sem þá var níu ára. Þær mæðgur héldu allar göt-
ur út á Siglufjörð. Þórdís kom dóttur sinni fyrir hjá mætum
hjónum, Jóhanni Þorfinnssyni í Skútu og Petreu Jakobsdóttur,
er síðar bjuggu á Hóli í Siglufirði.
Fátt er til frásagnar um Dýrleifu frá bernsku- og æskuárum,
en tjaldað skal því, sem til er. Við manntal á Siglufirði 31. des-
ember 1880 er hún skráð léttastúlka í Neðri-Skútu. Snemma
hafa því litlar herðar mátt axla nokkra byrði. Ræður að líkum,
að hún hafi verið vandanum vaxin, ef litið er til afreka hennar
síðar á ævi.
Með lögum 9- janúar 1880 var mjög hert á fræðsluskyldu
barna. Börn, „sem til þess eru hæf að áliti prests og meðhjálp-
ara“, áttu auk lesturs og kunnáttu í sínum kristindómi að læra
að skrifa og reikna. Kennsla í reikningskonstinni átti að minnsta
10