Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 13
AF SKAFTA FRÁ NÖF
kosti að ná „yfir samlagning, frádragning, margföldun og deil-
ing í heilum tölum og tugabrotum". Framan af þóttu nokkur
brögð að því, að kennsluskyldan væri illa rækt, jafnvel alls
ekki. En Dýrleif litla Einarsdóttir hefur fengið góða tilsögn, sem
sjá má af því, að hún hlýtur við árslok 1880 þessa einkunn hjá
presti sínum: Læs; kunnátta vel - (mínus). Við fermingu hlýtur
Dýrleif mjög góðan vitnisburð: „Lestur: dável; reikningur: vel;
skrift: vel; hegðun: ágætlega.” Dável merkir: mjög vel.
Frekari tilsagnar hefur Dýrleif trúlega ekki notið, enda kom-
in í vinnukvennastétt við ferminguna og lífsbaráttan hafin — bar-
átta upp á líf og dauða, eins og brátt mun greint frá.
Það er rétt að geta þess hér, að Dýrleif hefur talið, að hún
ætti fermingarföður sínum skuld að gjalda. Hún lét elzta barn
sitt bera nafn hans. Presturinn var séra Skafti Jónsson (1855—
1887), og mátti kalla hann sveitunga Dýrleifar. Faðir hans var
séra Jón Þorvarðsson, er hélt Reykholt í Borgarfirði frá 1862
til æviloka, 1866, en hafði gegnt prestsstörfum annars staðar í
héraðinu frá 1852. Það voru því góðir kunnleikar með séra
Skafta og foreldrum Dýrleifar, sem mun hafa notið þess í rík-
um mæli, meðan þau voru samvistum á Siglufirði.
Síðari hluii 19. aldar var harðindabálkur með litlum úrtök-
um. Veturinn 1880—1881 — „frostaveturinn mikla" — varð frost-
ið mest um 40 stig á C. Útigangshestar frusu í hel á þorra; bæj-
arhús fennti í kaf. Sumarið varð hretviðrasamt nyrðra. Vetur-
inn eftir var hinn harðasti, veðráttan vor og sumar 1882 hin
versta. Þá gekk og skæð landfarsótt, sem lagði þá og síðar fjölda
manns í gröfina. Hafís lá fyrir Norðurlandi um sumarið og
teppti siglingar. Næstu tvö ár mýktist heldur úr. Við árslok
1885 hófust aftökurnar á nýjaleik og náðu hámarki fellisárið
1887. Þá varð mörgum þurrabúðarmanni og kotbónda þröngt
fyrir dyrum. Sigling varð engin fyrr en um haustið; verzlanir
matvörulausar; oftast hafþök af ís, svo að vart varð komizt á
sjó. Það sá á fólki sökum hungurs. Einna verst komu harðindin
við þurrabúðarfólk. I Skagafirði reyndust fáir bændur birgir að
11
L