Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 15
AF SKAFTA FRÁ NÖF
á Drangey á Skagafirði og afsal gefið. Konráði í Miðhúsum var
falið „að semja um kaupin á haganlegasta hátt“. Ekkert varð þó
af því. Jóhann P. Pétursson á Brúnastöðum bar hitann og þung-
ann af viðræðum við eigandann, Jakob V. Havsteen á Oddeyri.
Hins vegar varð Konráð fyrsti Eyjarkóngur, eftir að kaupin
voru gerð, og hafði eyjuna á leigu fram yfir 1890, framan af
einn, síðar í félagi við Olaf umboðsmann í Asi.
IV. Drangeyjarœvintýri
Dýrleif var aðeins 17 ára, er hún gerðist vinnukona Konráðs.
Hún var vel á fót komin, há og þéttvaxin, dökk yfirlitum með
brún, leiftrandi augu og glaðlegt yfirbragð. Henni varð skjótt
ljóst, þegar hún var komin í Miðhús, að húsbóndi ætlaðist til
mikils af hjúum sínum og greindi ekki alltaf glöggt á milli
karlmanns- og kvenmannsverka, ef hjú reyndist vinnufúst og
þrekmikið. Á þessum árum mun Dýrleif hafa tekið sér að ein-
kunnarorðum: Aldrei að guggna, og við það heit stóð hún.
Hún gekk þegar að öllum störfum til sjós og lands, og vissi
enginn í hug henni, hvort henni líkaði betur eða verr.
Konráð bóndi hafði tekið Drangey á leigu, vitaskuld með
það fyrir augum að nytja hana sem gerst, vera þar bæði við fugl
og fisk og heyskap eftir þörfum. Vorið 1887 er bókað á sýslu-
fundi: „Fullkomið bjargarleysi af sjó, og sérstaklega hefur al-
gjörlega farizt fyrir fuglaveiði við Drangey, sem annars hefði
orðið mönnum að mikilli björg.“ Konráð Jónsson gefur sýslu-
nefnd skýrslu í árslok 1887, segir, „að á síðastliðnu vori hafi
engin bjargfuglaveiði orðið stunduð á bátum við eyjuna sökum
hafíss, nje fiskiför haft þar viðdvöl. ..." A þessum árum sótti
Konráð og fleiri heyskap í eynni.
Stundum var gengt frá Siglunesi vestur á Skaga — yfir þver-
an fjörð. Þá bar og við, að gengið var úr landi út í Drangey.
Arið 1887 var speldaveiði reynd, en svo lítið gafst, að Konráði
þótti ekki taka að tíunda það. Arið eftir leigði Konráð enn
13