Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 16
SKAGFIRÐINGABÓK
Drangey einn, enda þótt Ólafur umboðstnaður í Ási byði móti
honum. Það hafði hann líka gert árið áður. Enn býður Ólafur í
eyna fardagaárið 1889—1890 og Konráð slíkt hið sama. Þá
leigði sýslunefnd þeim í félagi. Sama var upp á baugi árið eftir.
Síðan tóku aðrir að nytja Drangey.
Áreiðanlegar heimildir eru fyrir því, að Dýrleif stundaði
róðra, þegar þurfa þótti, meðan hún var hjú Konráðs, og vann
ýmis önnur störf, sem tengdust sjósókn.
í bókinni íslenzkar kvenhetjur eftir Guðrúnu Björnsdóttur frá
Kornsá er þáttur um Dýrleifu, og þar er vikið að störfum henn-
ar í Miðhúsum og Bæ á Höfðaströnd, en þangað fluttist Kon-
ráð búferlum vorið 1889: „I Bæ vandist Dýrleif allri vinnu, bæði
utanbæjar og innan og eins því, að ganga kappsamlega að
verki. Stundum gekk hún jafnvel að slætti, reri til fiskjar og
klifraði í Drangey á vorin eftir eggjum og fugli. Hafði hún
stundum gert sér það til gamans, sem fáir léku eftir, að klifra
upp Drangey með blöndukút á bakinu."
í Skagfirzkum ceviskrám kveður mjög við sama tón: „Hjá Kon-
ráði mun Dýrleif hafa vanizt ýmsum þeim störfum, sem komu
henni að góðu gagni síðar, m.a. að fara á sjó og vinna ýmis
störf, sem tilheyrðu sjósókn, fara upp á Drangey og bera ýmsar
nauðsynjar fyrir Tæpuskeið ... klifra upp á Brúnarhellu við þær
aðstæður, sem þá voru fyrir hendi (þá mun ekki hafa verið stigi
upp á Brúnarhelluna), sækja vatn í svokallaðan „bmnn“ eyjarinn-
ar ... nokkuð fyrir neðan bjargbrún og ekki fært þangað fyrir
lofthrædda, enda hengiflug niður í fjöru.“
Þetta hefur að öllum líkum verið vorin 1887 og 1888, áður
en hún kom að Bæ. Til þess bendir það, að heimildir herma, að
aðstæður hafi, er Dýrleif var við eggjatöku, fugl og heyskap
þar, verið miklum mun verri en síðar varð.
Konráð greinir sýslunefnd frá því í febrúar 1890, „að upp í
Lambhöfðann hefði verið stigi, sem nú væri genginn úr sér, og
fór hann þess á leit, að sýslunefndin vildi styrkja til að koma á
nýjum keðjustiga upp á nefndan höfða“.
14