Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 17
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Þeir Ólafur umboðsmaður og Konráð tóku að sér að koma
upp umræddum stiga. Einnig var samþykkt að borga úr sýslu-
sjóði kostnað við „að gera greiðari uppgönguna á eyna með því
að búa um öflugan kaðal á brúninni og snösinni við svonefnt
Tæpaskeið".
Fyrrgreint ár settu þeir félagar „duglegan keðjustiga á Lamb-
höfðann og sömuleiðis ... kaðal á Brúnarhelluna. En þar á móti
hafa þeir eigi getað komið því við að setja kaðal fyrir svo-
kallaða Tæpuskeið”.
Eggjataka og fuglaveiði var bönnuð í Drangeyjarbjargi um
sinn frá og með vorinu 1891, og er það enn staðfesting á því,
að Dýrleif var við eggjatöku og fugl, áður en nokkrum örygg-
isbúnaði var komið þar upp.
Metnaðarmikil stúlka, sem brjótast vildi úr basli til bjarg-
álna á þessum árum, þurfti að reynast karlgild til allra verka;
dugði raunar oft ekki til. Þetta hefur Dýrleifu, unglingnum, ver-
ið fullljóst. Og vitaskuld hefur það stappað í hana stálinu að
finna, að hún stóð flestum karlmönnum framar við ýmis störf,
sem vogun var í.
Ekki fara sögur af annarri konu en Dýrleifu Einarsdóttur, sem
tekið hefur fullan þátt í Drangeyjarútvegi.
V. Fyrstu búskaparár Stefáns og Dýrleifar
Stefán Pétursson réðst 1880, 15 ára smali, til Konráðs hrepp-
stjóra í Miðhúsum og fluttist síðar með honum að Bæ á Höfða-
strönd. Þrem árum síðar er hann orðinn fullgildur vinnumaður
og fyrir öðrum hjúum við sjóvinnu.
Stefán var rífur meðalmaður á hæð, herðibreiður og allur
hinn vörpulegasti; talinn „karlmenni til burða“. Dökkur var
hann á hár og skegg, einkar hlýr í viðmóti, glaðbeittur og
glaðlyndur og lagði ávallt í léttan stað, þótt eitthvað bjátaði á;
vænti sér jafnan betri tíma.
Stefán var talinn dugnaðarmaður til allra verka. Sjósókn lét
15