Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 20
SKAGFIRÐINGABÓK
sig upp úr fátækt í nokkur efni og allar horfur á, að þau yrðu
brátt vel fjáð, færi þessu fram.
Hinn 6. marz 1894 bættist þeim sonur í bú. Þau létu frum-
burðinn heita Skafta, eftir séra Skafta Jónssyni, sem áður er til
sögu nefndur. Mælt er, að Dýrleifu dreymdi hann oft um með-
göngutímann, og þótti henni sem hann vitjaði nafns. Taldi
Skafti Stefánsson síðar, að nafngiftin hefði orðið sér til heilla.
Sonurinn dafnaði vel, en allt öðru máli gegndi með búskap-
inn. Bráðapest barst út í eyna með þeim afleiðingum, að bú-
stofninn hrundi án þess að nokkuð yrði að gert. Vorið 1895
tórðu eftir 25 ær. Þá voru hjónin að veraldlegum auði nánast
eins snauð og þegar þau hófu búskap — en ríkari að syninum
Skafta, og við hann batzt öll ást þeirra og umhyggja.
Dýrleif og Stefán vildu freista þess að bæta hag sinn á nýja-
leik með því að hefja búskap í landi. Þau fluttust vorið 1895
að Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Fyrsta árið gekk þeim allt í hag-
inn, enda lágu þau ekki á liði sínu. En árið 1896 dundu ósköp-
in yfir heimilið: Stefán sýktist af taugaveiki og lá rúmfastur
allt sumarið. Arið eftir fékk hann illkynjað hálsmein og var
ekki hugað líf. Læknishjálp kom honum ekki að gagni; skurð-
aðgerðir voru þá á frumstigi hérlendis. Loks sprakk meinið, og
þá létti Stefáni. Utferð hélzt lengi úr sárinu, og bati dróst á
langinn.
Það lætur að líkum, að þessi ár hafi reynzt Dýrleifu erfið.
Hún varð að ganga í öll störf úti sem inni og hjúkra bónda sín-
um fársjúkum og sinna tveim börnum, því að annan son eign-
aðist hún, meðan veikindafárið gekk yfir. Hann var skírður Pét-
ur, fæddist 19- maí 1898. Nú var lasburða móðir hennar, Þór-
dfs, komin á heimilið. Hún þráði að dveljast síðustu árin í
skjóli dóttur sinnar. Það var römm taug, sem tengdi þær
mæðgur.
Það mun hafa verið aldamótaárið eða litlu fyrr, að Stefán
fékk heilablóðfall. Það gerðist með þeim atvikum, að þau hjón
voru að búa sig til jarðarfarar. Stefán fór á undan út. En þegar
18