Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 21
AF SKAFTA FRÁ NÖF
Dýrleif litlu síðar kom á eftir honum, gengur hún fram á hann
liggjandi í göngunum. Fyrst hélt hún, að hann væri látinn, en
sá brátt, að svo mundi ekki. Henni tókst með hjálp að koma
honum inn í baðstofu. Þegar hún gætti nánar að, sannfærðist
hún enn betur um, að hann væri með lífsmarki.
Maður á næsta bæ sótti þegar Magnús lækni Jóhannsson,
sem var nýkominn til héraðsins og sat í Hofsósi. Stefán lá lengi
í dái, og tókst lækni ekki að vekja hann úr því, fyrr en alllöngu
síðar.
Stefán lamaðist nokkuð, komst þó aftur á fætur, en gekk
ekki heill til skógar eftir það. Þörfin og starfshvötin knúðu
hann hins vegar til að sinna léttari verkum, fyrr en heilsan
leyfði.
Arin, sem Stefán bjó í Litlu-Brekku, var hann formaður á
báti, sem haldið var úti frá Bæjarklettum. Sú vinna var þó
stopul sökum veikinda hans. Oft fór hann sjúkur á sjóinn, því
að þörfin var brýn, og tjáði ekki að letja, brá hann þá á léttara
hjal. Sá var jafnan háttur hans, er bjátaði á, en Dýrleif gerðist
þá hljóðlát, byrgði allt í barmi.
Arið 1902 brá Stefán búi og fór byggðum til Málmeyjar á
nýjaleik. Þá var Friðrik Stefánsson, lengi þingmaður Skagfirð-
inga, nýlega fluttur þangað, rösklega sextugur. Hann átti eyjuna
og var eini bóndinn þar um aldamótin og hafði allmikið um
sig, gerði út tvo báta. Annar þeirra var nýr sexæringur, er Málm-
eyingur hét, hinn minni. Þeir voru notaðir til skiptis, eftir því,
hvernig á stóð. Stefán réðst formaður á útveg Friðriks, þótt
hann væri ekki heill heilsu og hrakaði heldur.
Sökum fötlunar lét Stefán Skafta son sinn vinna að ýmsu,
sem hann átti sjálfur óhægt með að gera, svo sem að skera
beitu, og tók hann tíðum með sér á sjóinn. Stefán gat vel ann-
azt stjórn á báti og róið.
Skafti var átta ára, er hann hóf sjósókn með föður sínum, og
var vægast sagt óskaplega sjóveikur, en gerði allt, sem hann gat,
til að sigrast á kvillanum, kom þó fyrir ekki. Bjó hann ávallt
19