Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
og vildi þegar leysa upp heimilið. Hún aftók það með öllu, og
varð engu um þokað þrátt fyrir fortölur, enda þótt „sulturinn
væri farinn að sverfa allfast að”.
Löngum hafði farið orð af dugnaði Dýrleifar. Nú kom hún
sveitungum sínum samt á óvart. Það var sem á hana rynni ber-
serksgangur. Hún strengdi þess heit með sjálfri sér að berjast
gegn því með oddi og eggju, að heimilið yrði leyst upp. Til
þess mátti hún ekki hugsa og sízt eins og málum var nú kom-
ið. „Aldrei að guggna" hafði hún haft að orðtaki — og ætlaði að
standa við það.
Það er komið fram á árið 1907. Dýrleif hafði ákveðið að
þiggja boð hreppsnefndar að setjast að í kofaræksni með órækt-
ar túnkraga. Þar hét að Nöf. Hreppurinn átti kofann, sem stóð
í landi Hofstorfu, örskammt frá Hofsósi. Hreppslimir höfðu
hýrzt þarna, er svo bar undir, og nú var „ábúð“ laus. Enginn
mannabústaður í hreppnum var eins lágt metinn: aðeins 14
krónur sléttar. En þaðan var stutt að fara í fiskvask á Hofsósi
og gjöful fiskimið skammt undan landi. Það reið af baggamun-
inn.
VI. Fli/tt að Nöf
Þegar Stefán og Dýrleif hófu búskap á Nöf, stóðu þau efnalega
í sömu sporum og 1892, er þau hófu búskap í Málmey með
eina kú og 12 ær, ung og hraust. Lífið blasti við þeim fullt af
fyrirheitum. Sumri bregður stundum skjótt. Það er eins og ekk-
ert hafi á unnizt. Bústofn þeirra er líkur og í öndverðu, er þau
rugluðu reytunum. Þó eru þau ríkari en þá: Eiga fjögur börn.
Við þau eru allar framtíðarvonir bundnar.
Þau hjón fluttust úr Málmey laugardaginn fyrir hvítasunnu
1907; voru sótt ásamt búslóðinni á tveim róðrarbátum. Bátur-
inn með búpeninginn, eina kú og nokkrar ær, lenti í Bæjarvík,
og var beðið fyrir kusu á Bæ um nóttina. Báturinn, sem fólkið
tók, hélt beint til Hofsóss, og bátsverjar hjálpuðu Dýrleifu að
22