Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
„Þú þarft nú ekkert, því að okkur verður sjálfsagt boðið að
borða í Bæ.“
Þegar þau mægðin komu að Bæ eftir svo sem klukkustundar
gang, vildi svo til, að þau hittu aðeins fjósamanninn, sem brá
þegar við og leiddi fyrir þau kúna án þess að láta húsbændur
vita um komu þeirra; sumar heimildir herma, að þeir hafi reynd-
ar verið að heiman.
Þegar komið var af stað með kusu, fór Pétur að kjökra og
stundi upp: „Þú hefðir ekki átt að skilja mig eftir, mamma,
þegar þú skiptir brauðbarðinu.”
Móðirin mun litlu hafa svarað, en þung hefur henni orðið
þessi ásökun barnsins, enda mundi hún hana til æviloka, en
hafði ekki mörg orð um. Það var mikil huggun, að kýrin hafði
ekki misst nyt þrátt fyrir allan flækinginn. Dropinn úr henni
sefaði sultinn að nokkru marki. Það getur komizt upp í vana,
eins og margt annað, að vera sísvangur og taka sem sjálfsögð-
um hlut.
Svo stórt var í Dýrleifu, að hún gat ekki, eftir það sem á
undan var gengið í viðskiptum við hreppsnefndina, beðið um
hjálp. Dropinn úr kúnni varð að duga þeim, unz hún kæmist í
fiskvinnu þegar eftir hátíðina. Hvítasunnudagurinn mundi því
vísast líða við sultarsón í barnungunum, svo og annar í hvíta-
sunnu.
I ýmsu var að snúast, það sem eftir lifði dags, og snemma til
hvílu gengið. Það dró úr hungurverkjum að bæla sig niður.
Sem þau eru háttuð, er kvatt dyra. Uti fyrir stóð nágranna-
kona þeirra úr Hofsósi, Jóhanna M. Jóhannsdóttir, kona Guð-
mundar Þórðarsonar sjómanns þar.
Jóhanna hafði veitt því athygli, að aldrei sást rjúka á Nöf þá
um daginn, þótt fólk væri flutt þangað. Búverkareykur var
óbrigðulasta merki mannvistar. Ef aldrei rauk, var ekkert til að
stinga undir pottinn eða ekkert til að láta í hann, nema hvort
tveggja væri. Jóhanna kom með margs konar gæzku, svo sem
saltkjöt og baunir. Dýrleif sem aðrir tóku þessari hugulsömu
24