Skagfirðingabók - 01.01.1994, Síða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
leif hafði á fyrstu búskaparárum komizt yfir saumavél, sem
reyndist henni hinn mesti gagnsgripur. Þær voru fátíðar á
þeim dögum í Skagafirði. A hana saumaði hún ekki einungis
flíkur á fjölskyldu sína, heldur einnig á aðrar fjölskyldur, meira
að segja jakkaföt og fórst vel úr hendi. „Hún tætti í voð á
hverjum vetri, stundum tvær, og vann úr ull, eiginlega í allan
fatnað á heimilinu," segir Skafti sonur hennar. Hún prjónaði
allt, sem þurfti til heimilisnotkunar, og kenndi börnum sínum
öllum þá list. Það þurfti mikið til fata á heimilinu, meðal ann-
ars vegna þess, að eldri drengirnir voru hálfgerðir vösólfar, svo
sem stráka er háttur, í leik og starfi.
Nú kom sér vel fyrir Dýrleifu, að hún hafði gengið í alla
vinnu vistarárin hjá Konráði í Bæ. Starfsþekking hennar, hvort
sem um var að ræða landbúnaðarvinnu eða hvers konar fisk-
vinnu, sem þá tíðkaðist, var með miklum ágætum. Skafti son-
ur hennar sagði: „Mamma hefði ekki klárað sitt lífsverk eins og
hún gerði, hefði hún ekki lært til allra þessara verka hjá Kon-
ráði í Bæ.“
Arin, sem Dýrleif bjó í Litlu-Brekku, fór mikið orð af dugn-
aði hennar og ósérhlífni heima og heiman. Það kastaði þó tólf-
unum, eftir að þau hjón settust að á Nöf; voru margar sögur
sagðar af hörku Dýrleifar og vinnuþoli, sem var með ólíkind-
um. Þeir, sem kunnugir voru Nafarheimilinu, hliðruðu sér hjá
að segja sögur af afrekum húsfreyju á þeim forsendum, að eng-
inn mundi festa trúnað á. Mörgum sinnum stóð hún við fisk-
þvott þrjú dægur hvíldarlaust, nema hvað hún tók sér smá-
stund til að fá sér matarbita, og ekki lét hún uppskipun sér úr
hendi sleppa, ef færi gafst.
Skafti sonur hennar rifjaði upp síðar á ævi minningar frá
æskudögum, og bera þær vitni um djúpa virðingu og þökk til
móður hans, ekki hvað sízt sökum þess, hve vel hún hélt börn-
um sínum að vinnu:
„Mamma sætti hverri vinnu, sem hún gat náð í og við gerð-
um slíkt hið sama. Við unnum við það, sem til féllst og við
26