Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 29
AF SKAFTA FRÁ NÖF
vorum færir til. Móðir mín t.d. tók fisk til verkunar og þurrk-
aði hann. Þá var fiskur þurrkaður og saltfiskverkun í tízku, og
við unnum við það með henni. Hún vann ætíð mest, hafði
meðal annars ævinlega þann sið, þegar farið var að vaska, að
himnutaka með okkur á morgnana, þangað til komin var tölu-
verð hrúga, til þess hún gæti byrjað að vaska. En eftir að hún
byrjaði að vaska, vildi hún ekki þurfa að bregða hnífi á fiskana,
og ef þeir voru það illa himnuteknir hjá okkur, að lagfæringar
þurfti við, henti hún fiskinum ævinlega til okkar og vandi
okkur á þann hátt á að vinna verkin vel.”
Dýrleif hefur beitt líkum aðferðum við drengi sína og Kon-
ráð í Bæ áður fyrr við hjú sín, lagði framt á um, að vinnukapp
og vandvirkni færi saman.
A útmánuðum fyrsta veturinn á Nöf fékk Dýrleif skyrbjúg,
og var illa haldin af honum, enda vanfær. Hinn 11. september
1908 fæddi hún andvana stúlkubarn. Trúlega hefur hér gætt
afleiðinga „erfiða vetrarins" í Málmey. Þá hafði fjölskyldan ær-
ið naumlega til hnífs og skeiðar og hefði soltið heilu hungri, ef
Dýrleif hefði ekki kunnað vel til verkunar og geymslu á síld,
svo að hún var vel neyzluhæf í að minnsta kosti eitt ár.
Nágrönnum Nafarhjóna blöskraði það uppátæki að senda syn-
ina 13 og 9 ára eina í sjóróðra og ýta duglega á þá, þótt báðir
væru sjóveikir. Þeir fóru jafnvel á sjó, þótt aðrir sæktu ekki.
Móðir þeirra sagði alltaf til um, hvenær róa skyldi og hvernig
haga bæri róðri, um leið og hún fullvissaði þá um, að þeim
væri engin hætta búin, það ætti alls ekki fyrir þeim að liggja
að drukkna. Þeir efuðust aldrei um, að móðir þeirra hefði rétt
fyrir sér og voru aldrei sjóhræddir, þótt stundum bjátaði á.
Sjálf trúði Dýrleif orðum sínum staðfastlega.
Hlífðarföt áttu drengirnir engin, hvorki sjóstígvél, skinn-
sokka né hlífðarsvuntur. Þeir voru rennblautir, hve lítið, sem
gaf á; báðir sjóveikir í þokkabót.
Veiðarfærin reyndust ákaflega frumleg, er haft eftir Skafta.
Lítils háttar bösl átti fjölskyldan frá formannsárum Stefáns,
27