Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 30
SKAGFIRÐINGABÓK
tóg, sextíu faðma færi, auk þess ryðgaða öngla og Drangeyjar-
kefli, sem þeir höfðu fyrir ból: „Og ef við fórum ofan af þrí-
tugu vatni, urðum við alltaf að færa steininn inn á línuna.
Þetta skilja sjómenn, en ég er ekki viss um, að allir skilji það,“
sagði Skafti í viðtali.
Svo veðurglögg reyndist Dýrleif, að með ólíkindum þótti,
og gengu fyrr og síðar sögur af því, hve forspá hún var. Skafti
lét hafa eftir sér síðar á ævi, að hann hefði aldrei kynnzt jafnoka
hennar að þessu leyti:
„Veðurspár hennar brugðust aldrei. Og yfirhöfuð var oftast
eins og hún fyndi á sér, hvað verða vildi. Hurð skall að vísu
nærri hælum, en alltaf urðum við samt á undan hættunni ....
En þetta skildu ekki aðrir, og því hlaut hún ámæli fyrir það,
hve fast hún eggjaði okkur drengina og færi óvarlega."
Þegar konur í plássinu sáu, hverju fram fór æ ofan í æ, að
Dýrleif sendi syni sína eina á sjó, stefndi þeim í beinan lífsháska,
að þeim fannst, réðu þær ráðum sínum. Það varð að koma vit-
inu fyrir manneskjuna, stöðva þetta, áður en slys hlytist af.
Þeim bauð í grun, að erfitt mundi að fá Dýrleifu ofan af þessu,
og fóru nokkrar saman, og fluttu mál sitt af festu, brýndu fyrir
henni að reynast drengjunum betri móðir. Allt kom fyrir ekki.
En þessi hlutsemi snart viðkvæma strengi hjá móður drengj-
anna, olli miklum og sárum trega og angursemi. Hún tók lengi
vart á heilli sér, svo þungt féllu henni ásakanirnar. Konurnar í
þorpinu áttu oft eftir að brjóta upp á þessu við Dýrleifu. Lík-
lega hefur henni verið ljóst, að þeim gekk gott eitt til, en
ávallt skildu umvandanir eftir sár, sem greru seint og illa, juku
á vanlíðan, sem nóg var fyrir. Skafti fylgdist vel með þessu,
sagði síðar frá og sízt voru honum ásakanir í hug: „Góðu kon-
urnar á Hofsósi skildu aldrei mömmu," sagði hann eitt sinn.
Brátt fór allmikið orð af aflasæld hinna ungu sjósóknara,
dirfsku þeirra og kappi, sem oftar en hitt var kallaður glanna-
skapur. Skafti vildi ekki taka undir það. Eftir honum er haft,
að hann hafi aldrei verið „neitt sérstaklega djarfur eða óvarkár,
28