Skagfirðingabók - 01.01.1994, Qupperneq 31
AF SKAFTA FRA NÖF
að minnsta kosti ekki eftir að hann komst til fullorðinsára. ..."
Hann benti líka á, að það sem landkrabbar töldu fífldirfsku á
sjó, væri oft aðeins áræðni hins reynda sjómanns. Skafti og Pét-
ur komu reynslu ríkari úr hverjum róðri. Sjóveikin var að vísu
slæm, en hvað var það hjá gleðinni, stoltinu, að unnum sigri í
hvert sinn, sem komið var að landi með björg í bú?
Skafti hafði gaman af að rifja upp róður, sem þeir bræður
fóru eitt sinn í á prammanum. Sólskin var, en gekk í suðvestan
stinningsvind, er frá leið. Þaðan, sem þeir sátu að fiski, sáu þeir
móður sína bisa við að koma föður þeirra upp á hól einn í Naf-
arlandi. Þar var honum oft komið fyrir, þegar sæmilega viðr-
aði, svo að hann gæti notið útsýnisins.
Brátt fór fólk að hópast niður í fjöru og beið þess að dreng-
irnir tækju til ára og héldu til lands. Það var uggur í öllum,
því að sjó stærði æ meir. Allt í einu sjá þeir bræður, að sexær-
ing bar óðfluga til þeirra vestan af firði. Þar fór Hallur Einars-
son í Hofsósi, kunnur sjósóknari. Hann fellir seglið, um leið og
hann ber að prammanum, kippir línunni úr höndum Skafta,
sem var að draga inn, og hrópar: „Skammizt í land, bölvaðir
glannarnir. Þangað til verðið þið að, að þið drepið ykkur!“
Flestir skipverjar tóku undir atyrði formanns. „Það var ekkert
við að vera lengur, er búið var að taka af okkur línuna,” sagði
Skafti, „svo að við lögðum að landi og komumst inn fyrir Nöf-
ina, en þá var að verða ólendandi vegna kvikunnar. Mamma var
komin niður í fjöruna til að taka á móti okkur eins og hún gerði
ævinlega. Inga hét kona ... kölluð Inga „vert“, af því að hún
hafði fæðissölu. Eldhúsgluggi hennar sneri að sjónum. Hún var
að leggja á borð fyrir kostgangara sína, er með hníf og disk í
hendinni, þegar henni verður litið út og sér, hvar við komum
inn. Henni verður svo bilt við, að hún hleypur í hendingskasti
alveg niður í fjöru með mataráhöldin í hendinni, sem hún
leggur ekki frá sér fyrr en þar, um leið og hún hleypur upp að
mitti út í sjó til móts við okkur í lendingunni. Hún og mamma
hjálpa okkur svo að setja upp prammann, sem þá var orðinn
29