Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 32
SKAGFIRÐINGABÓK
sjófullur. Fólkið hélt, að þarna væri okkar síðasta stund runnin
upp.”
Nafardrengir áttu margan hamingjudag þrátt fyrir vosið —
eða einmitt vegna þess! Oft fengu þeir hlaðafla: „Og þegar við
fengum næstum óeðlilega mikinn afla, leit hún svo á, að guð
sendi sér þetta og henni bæri að miðla öðrum með sér,” sagði
Skafti um móður sína, sem ekki lét sitja við orðin tóm. Það var
viðtekin venja, ef veiddist umfram daglegar þarfir, „að gefa í
soðið", siðferðisskylda, sem drengir Dýrleifar urðu að temja sér.
Dýrleif og Stefán höfðu fornar sjómannahefðir í heiðri, og
börn þeirra voru vanin á að fara eftir þeim í einu og öllu. Skafti
fór aldrei á sjó án þess að lesa sjóferðabæn, og hann hélt þeim
hætti alla tíð. Aldrei fór Dýrleif svo að heiman, að hún gerði
ekki krossmark fyrir útidyr. Skafti rækti þann sið líka til hinztu
stundar. Fleiri trúarlegar venjur tamdi Nafarfjölskyldan sér,
þótt ekki séu raktar hér. Allt mátti þetta verða til þess að skapa
aukið trúnaðartraust og festu.
Samband móður og sonar var mjög náið. Þau skildu hvort
annað, Skafti og Dýrleif, án allra orða, þeim var svo líkt farið
um margt. Bæði voru rammrar forlagatrúar, eins og áður hefur
lauslega verið vikið að, og höfðu óvenju næmt hugboð um það,
sem verða vildi. Því var Dýrleif af mörgum talin forvitri og
Skafti slíkt hið sama. Hann segir í viðtali: „Eg drakk nú meira
að segja huldufólkstrúna í mig með móðurmjólkinni. ... Eg hef
alltaf rekið mig á það á lífsleiðinni, að eitthvert æðra afl hefur
haldið verndarhendi yfir mér, ... einhverjar dulverur hafa bjarg-
að mér á einn og annan hátt í mörgum tilfellum.” Skafti taldi
sig alla tíð finna, að hann væri „ekki einn á ferð, að yfir sér
væri vakað”.
30