Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 33
AF SKAFTA FRÁ NÖF
VIII. Happasæll athafnamaöur
Skafti sætti allri vinnu, sem bauðst að vetrinum, eftir að barna-
skólanámi lauk. Sjósókn var þá dræm, og oftar en hitt lítið um
landvinnu. Því var það veturinn 1909 eða 1910, er Skafti var
15—16 ára, að hann gerist farandbóksali fyrir Sigurð nokkurn
Elíasson. Eins og áður segir, taldi Skafti sér litla hættu búna á
sjó, en minnstu munaði, að illa færi í bóksöluferðinni. Hann
„húsvitjaði" á hverjum bæ í Oslandshlíð, Kolbeinsdal og Hjalta-
dal, síðan fram Viðvíkursveit og Blönduhlíð að Miðhúsum. Þar
sneri hann við og gisti á Flugumýri að „Jóni ríka“, eins og
hann hafði gert á leiðinni fram eftir. „Þar átti ég ágætis nætur,"
segir Skafti. „Eg var látinn sofa í baðstofunni, og þá sá ég, hvað
fjármanninum var ætlað til viðurværis, er hann kom heim um
kvöldið. Maturinn hafði verið tekinn til og látinn upp á hillu
yfir rúmi hans, er hann kom. Hann var svo mikill, að það gekk
alveg yfir mig.
Morguninn eftir hélt ég áfram út bæjaröðina að Syðri-Brekk-
um. Dimmt var í lofti, og ég var hálfhræddur um, að hann
mundi ganga að með hríð. Eg ákvað því með sjálfum mér að
sleppa Ytri-Brekkum, því að ég hafði hugsað mér að fara vest-
ur að Egg til Sigurðar Þórðarsonar og gista hjá honum næstu
nótt. Svo ber ég á dyr á Syðri-Brekkum, og það kemur ungt
fólk til dyra, ég býð því bækur, en dræmt er tekið í mál mitt.
Mér er boðið í bæinn. Ég afþakka, segi eins og er, að ég hafi
hugsað mér að komast yfir að Egg og það sé ekki langt í myrkr-
ið, held svo aftur af stað. Bókatöskuna bar ég undir fötlum,
sem kallað var.
Þegar ég er kominn svolítinn spöl niður á túnið, er kallað til
mín heiman frá bænum og ég beðinn að stanza. Myndarleg og
gerðarleg kona kemur ofan túnið, húsfreyjan á bænum. Hún hef-
ur engar sveiflur á, gengur að mér, leysir af mér töskuna, tekur
hana og segir mér að koma með sér heim; kveðst engan ungl-
31
L