Skagfirðingabók - 01.01.1994, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
ing láta fara á Eylendið í þessu útliti; spyr, hvort ég sjái ekki,
að það líti út fyrir blindhríð í nótt.
Þar sem húsfreyja tók af mér bækurnar, var ekki um annað
að gera en fylgja henni heim, og þarna átti ég hina ágætustu
nótt. Þegar nokkuð var liðið kvölds, skall á þessi voðalega stór-
hríð. Ég heyrði sögur af því daginn eftir, að menn á heimleið
frá Sauðárkróki hefðu lent í miklum hrakningum, lágu úti um
nóttina við heyfúlgu eina og komust við illan leik morguninn
eftir í húsaskjól.
Húsfreyjuna á Syðri-Brekkum, Pálínu ljósmóður Björns-
dóttur, móður Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráð-
herra, hef ég ekki síðan séð.“*
Eftir að Skafti hafði náð sextán ára aldri, var farið að líta á
hann út á við sem forsjá heimilisins. Móðir hans var um sinn
mjög bundin innan stokks. Hinn 4. janúar 1910 eignuðust
þau Stefán og Dýrleif dóttur, sem hlaut nafnið Friðþóra. Þar
sem heilsu Stefáns hrakaði næstu árin, máttinn þvarr, unz hann
varð alveg ósjálfbjarga og mállaus, má nærri geta, að í ýmsu
hafi verið að snúast inni við með svo erfiðan sjúkling og þrjú
ung börn.
Arið 1912 er Skafti talinn eigandi að tveggja manna fari.
Ari síðar er búpeningurinn kominn á hans nafn, 1 kýr, 5 ær, 5
lömb. Sauðpeningnum fjölgar heldur, er frá líður.
Árið 1916 hefur Skafti eignazt sexæring, sem þeir bræður,
Pétur og hann, gera út í félagi og afla vel. Hvað sem valdið hef-
ur, á hann bátinn aðeins árið, en eignast í staðinn tvö tveggja
manna för.
I strfðslokin (1918) eignast Skafti góðan vélbát, Ulf Uggason,
og gerðist skipstjóri á, en Pétur bróðir hans vélstjóri. Hófst þá
nýr þáttur í sögu Nafarfjölskyldu. Eftir því sem segir í skipa-
* Frásögn Skafta er stytt hér og sumpart endursögð af greinarhöfundi.
32